Enski boltinn

Gylfi ekki á lista Daily Mail yfir bestu leikmennina utan efstu sex liðanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi er að hefja sitt þriðja tímabil hjá Everton.
Gylfi er að hefja sitt þriðja tímabil hjá Everton. vísir/getty
Þrátt fyrir að hafa skorað 13 mörk og lagt sex upp á síðasta tímabili er Gylfi Þór Sigurðsson ekki á lista Daily Mail yfir bestu leikmennina utan efstu sex liðanna í ensku úrvalsdeildinni (Manchester City og United, Tottenham, Liverpool, Arsenal og Chelsea).

Á listanum eru tíu leikmenn. Einnig eru nefndir tíu leikmenn sem komu til greina. Gylfi er heldur ekki þar á meðal.

Einn leikmaður Everton er á lista Daily Mail; Brasilíumaðurinn Richarlison. Hann skoraði 13 mörk á síðasta tímabili, líkt og Gylfi. Í sumar varð hann svo Suður-Ameríkumeistari með brasilíska landsliðinu. Frakkinn Lucas Digne er einn þeirra sem komu til greina á listann.

Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, er líka á listanum. Everton vill fá Fílbeinsstrendinginn og hefur gert tilboð í hann.

Leicester City á tvo leikmenn á listanum; belgíska miðjumanninn Youri Tielemans og enska vinstri bakvörðinn Ben Chilwell. Markahrókurinn Jamie Vardy er ekki á listanum.

Liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Aston Villa, Jack Grealish, er á listanum. Samherji Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley, James Tarkowski, er meðal þeirra sem komu til greina.

Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×