Enski boltinn

Lo Celso lánaður til Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lo Celso lék með argentínska landsliðinu í Suður-Ameríkukeppninni í sumar.
Lo Celso lék með argentínska landsliðinu í Suður-Ameríkukeppninni í sumar. vísir/getty
Tottenham hefur fengið argentínska landsliðsmanninn Giovani Lo Celso á láni frá Real Betis út tímabilið.

Spurs á svo möguleika á að kaupa miðjumanninn að tímabilinu loknu.



Lo Celso fór ferilinn með Rosario Central í heimalandinu. Paris Saint-Germain keypti hann 2016 og hann lék 54 leiki með liðinu og varð einu sinni franskur meistari með því.

Lo Celso var lánaður til Real Betis á síðasta tímabili. Þar lék hann 45 leiki og skoraði 16 mörk.

Hinn 23 ára Lo Celso hefur leikið 19 leiki fyrir argentínska landsliðið og skorað tvö mörk.


Tengdar fréttir

Tottenham kaupir Sessegnon

Ryan Sessegonon er genginn í raðir Tottenham. Hann skrifaði undir langtíma samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×