Erlent

Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys

Kjartan Kjartansson skrifar
Fjölskylda fylgist með sprengingu í herstöð í Síberíu á mánudag. Annað mannskætt slys varð á vopnatilraunasvæði rússneska hersins í dag.
Fjölskylda fylgist með sprengingu í herstöð í Síberíu á mánudag. Annað mannskætt slys varð á vopnatilraunasvæði rússneska hersins í dag. AP/Dmitrí Dub
Yfirvöld í rússnesku borginni Severodvinsk segja að bakgrunnsgeislun þar hafi aukist eftir að eldflaugarhreyfill sprakk á vopnatilraunasvæði í norðurhluta landsins í dag. Tveir eru sagðir hafa farist í sprengingunni og sex slasast til viðbótar. Loka hefur verið fyrir skipasiglingar á Hvítahafi vegna slyssins.Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að eldflaugarhreyfill með fljótandi eldsneyti hafi sprungið og eldur hafi kviknað á skotsvæði í Nyonoksa í Arkhangelsk-héraði í norðvesturhluta landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Það neitar því að hættuleg efni hafi losnað út í andrúmsloftið í sprengingunni.Það stangast á við fullyrðingar yfirvalda í Severodvinsk, sem er um þrjátíu kílómetra austur af svæðinu, um að bakgrunnsgeislun hafi tekið skammvinnan kipp um klukkan tólf að staðartíma í dag. Þau segja að geislunin sé aftur komin í eðlilegt horf, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Rússneskir fjölmiðlar greina frá því að sjóherinn noti svæðið þar sem sprengingin varð til að prófa skot- og stýriflaugar. Sprengingin er annað meiriháttar slysið hjá rússneska hernum í þessari viku. Einn lést og þrettán slösuðust þegar sprengingar urðu í vopnabúri í herstöð í Síberíu á mánudag. Rýma þurfti þorp í nágrenninu þar sem þúsundir manna búa vegna slyssins.Skipaumferð um Dvina-flóa í Hvítahafi hefur verið stöðvuð vegna slyssins. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um hversu stóru svæði sé lokað fyrir siglingum eða hvers vegna.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Vopnageymsla sprakk í Síberíu

Þúsundir íbúa bæjarins Achinsk í Rússlandi hefur verið gert að yfirgefa heimili sín eftir nokkrar stórar sprengingar í vopnageymslu rússneska hersins sem er í nágrenni bæjarins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.