Erlent

Vopnageymsla sprakk í Síberíu

Andri Eysteinsson skrifar
Sprengingin varð suður af bænum Achinsk
Sprengingin varð suður af bænum Achinsk Google Maps
Þúsundir íbúa bæjarins Achinsk í Rússlandi hefur verið gert að yfirgefa heimili sín eftir nokkrar stórar sprengingar í vopnageymslu rússneska hersins sem er í nágrenni bæjarins.

BBC greinir frá því að átta hið minnsta hafi slasast en í geymslunni mátti finna mikinn fjölda skota, loftskeyta og annarra sprengiefna.

Í kjölfar sprenginganna var lýst yfir neyðarástandi á svæðinu, vestur af borginni Krasnoyarsk. 3.000 íbúar hafa þegar yfirgefið heimili sín en yfirvöld hafa beðið 11.000 til viðbótar að búa sig undir brottflutning.

Sjá má sprengingarnar í myndskeiðinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×