Enski boltinn

Man. United eyddi mest í sumar en Liverpool er sautján sætum neðar en Aston Villa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Adrian gekk í raðir Liverpool.
Adrian gekk í raðir Liverpool. vísir/getty
Manchester United eyddi mestum pening af ensku liðunum í félagaskiptaglugganum sem var lokað í gær en Liverpool er á meðal neðstu liða í eyðslu sumarsins.

Skipti Harry Maguire ríða baggamuninn í eyðslu Man. Utd í sumar en United gerði enska landsliðsmanninn að dýrasta varnarmanni sögunnar er þeir keyptu hann á 80 milljónir punda.

Nýliðar Aston Villa hafa verið afar duglegir á markaðnum í sumar en þeir hafa keypt inn tólf leikmenn. Dýrastur þeirra var Tyrone Mings, varnarmaðurinn frá Bournemouth.





Liverpool var ekki duglegt á markaðnum í sumar og sagði Jurgen Klopp, stjóri liðsins, að hann vildi ekki bara kaupa einhvern til þess að kaupa einhvern. Liverpool eyddi 4,4 milljónum punda í þá Harvey Elliott og Sepp van den Berg.

Listann í heild sinni má sjá hér að neðan en hann er ansi athyglisverður.

Listinn í heild sinni:

Manchester United - 148 milljónir punda

Aston Villa - 144,5 milljónir punda

Arsenal - 138 milljónir punda

Manchester City - 134,8 milljónir punda

Everton - 118 milljónir punda

Tottenham - 100 milljónir punda

Leicester - 91 milljónir punda

West Ham - 78 milljónir punda

Newcastle - 65 milljónir punda

Brighton - 58,51 milljónir punda

Southampton - 50 milljónir punda

Bournemouth - 45,7 milljónir punda

Watford - 45,5 milljónir punda

Sheffield United - 43 milljónir punda

Chelsea - 40 milljónir punda

Burnley - 15 milljónir punda

Crystal Palcae - 11 milljónir punda

Liverpool - 4,4 milljónir punda

Norwich - 1,1 milljón punda




Fleiri fréttir

Sjá meira


×