Enski boltinn

Bannað að leka mörkum

Benedikt Bóas skrifar
Aaron Wan-Bissaka mun leysa hægri bakvörðinn hjá Manchester liðinu.
Aaron Wan-Bissaka mun leysa hægri bakvörðinn hjá Manchester liðinu. Getty/Matthew Ashton
Manchester United er með óeðlilega dýra leikmenn til að passa að liðið fái ekki á sig mark. Varnarlínan telur nú heila 14 leikmenn sem kostuðu félagið 323 milljónir punda. Það eru svo margar íslenskar nýkrónur að það er varla hægt

Enda þarf að stoppa í götin. Varnarleikur liðsins í fyrra var oft á tíðum ansi spaugilegur og hélt David de Gea markinu hreinu aðeins sjö sinnum. Það er það sama og Brighton og Southampton. Reyndar var það þannig að aðeins Fulham og Huddersfield héldu markinu sínu sjaldnar hreinu á síðasta tímabili.

Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka eru komnir inn og er vonast eftir því að Maguire og Victor Lindelof myndi nýtt miðvarðapar sem stuðningsmenn geti verið stoltir af. Það er eins og það sé ansi langt síðan Rio Ferdinand og Nemanja Vidic voru saman til að stöðva sóknarmenn andstæðinganna.

Luke Shaw verður væntanlega vinstri bakvörður og er því varnarlínan ansi dýr í fyrsta leik eða um 200 milljónir punda. Þess má geta að varnarlína Liverpool kostaði 143 milljónir punda í fyrra. Munar þar ansi miklu að Joel Matip kom ókeypis og Trent Alexander-Arnold er uppalinn.

Eric Bailly er meiddur og verður lengi frá en það er nóg af mönnum til að taka sæti hans á bekknum sé litið yfir leikmannahópinn. Gallinn er að þar er enginn gæðaleikmaður sem kemur inn. Phil Jones, Marcos Rojo og Chris Smalling eru ekki leikmenn sem stuðningsmenn vilja sjá.

Þegar blaðið fór í prentun í gær var Manchester-liðið ekki búið að losa sig við neinn varnarmann og því munu 14 leikmenn berjast um fjögur byrjunarliðssæti – sem kostuðu félagið 323 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×