Bannað að leka mörkum Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2019 16:30 Aaron Wan-Bissaka mun leysa hægri bakvörðinn hjá Manchester liðinu. Getty/Matthew Ashton Manchester United er með óeðlilega dýra leikmenn til að passa að liðið fái ekki á sig mark. Varnarlínan telur nú heila 14 leikmenn sem kostuðu félagið 323 milljónir punda. Það eru svo margar íslenskar nýkrónur að það er varla hægt Enda þarf að stoppa í götin. Varnarleikur liðsins í fyrra var oft á tíðum ansi spaugilegur og hélt David de Gea markinu hreinu aðeins sjö sinnum. Það er það sama og Brighton og Southampton. Reyndar var það þannig að aðeins Fulham og Huddersfield héldu markinu sínu sjaldnar hreinu á síðasta tímabili. Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka eru komnir inn og er vonast eftir því að Maguire og Victor Lindelof myndi nýtt miðvarðapar sem stuðningsmenn geti verið stoltir af. Það er eins og það sé ansi langt síðan Rio Ferdinand og Nemanja Vidic voru saman til að stöðva sóknarmenn andstæðinganna. Luke Shaw verður væntanlega vinstri bakvörður og er því varnarlínan ansi dýr í fyrsta leik eða um 200 milljónir punda. Þess má geta að varnarlína Liverpool kostaði 143 milljónir punda í fyrra. Munar þar ansi miklu að Joel Matip kom ókeypis og Trent Alexander-Arnold er uppalinn. Eric Bailly er meiddur og verður lengi frá en það er nóg af mönnum til að taka sæti hans á bekknum sé litið yfir leikmannahópinn. Gallinn er að þar er enginn gæðaleikmaður sem kemur inn. Phil Jones, Marcos Rojo og Chris Smalling eru ekki leikmenn sem stuðningsmenn vilja sjá. Þegar blaðið fór í prentun í gær var Manchester-liðið ekki búið að losa sig við neinn varnarmann og því munu 14 leikmenn berjast um fjögur byrjunarliðssæti – sem kostuðu félagið 323 milljónir punda. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Manchester United er með óeðlilega dýra leikmenn til að passa að liðið fái ekki á sig mark. Varnarlínan telur nú heila 14 leikmenn sem kostuðu félagið 323 milljónir punda. Það eru svo margar íslenskar nýkrónur að það er varla hægt Enda þarf að stoppa í götin. Varnarleikur liðsins í fyrra var oft á tíðum ansi spaugilegur og hélt David de Gea markinu hreinu aðeins sjö sinnum. Það er það sama og Brighton og Southampton. Reyndar var það þannig að aðeins Fulham og Huddersfield héldu markinu sínu sjaldnar hreinu á síðasta tímabili. Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka eru komnir inn og er vonast eftir því að Maguire og Victor Lindelof myndi nýtt miðvarðapar sem stuðningsmenn geti verið stoltir af. Það er eins og það sé ansi langt síðan Rio Ferdinand og Nemanja Vidic voru saman til að stöðva sóknarmenn andstæðinganna. Luke Shaw verður væntanlega vinstri bakvörður og er því varnarlínan ansi dýr í fyrsta leik eða um 200 milljónir punda. Þess má geta að varnarlína Liverpool kostaði 143 milljónir punda í fyrra. Munar þar ansi miklu að Joel Matip kom ókeypis og Trent Alexander-Arnold er uppalinn. Eric Bailly er meiddur og verður lengi frá en það er nóg af mönnum til að taka sæti hans á bekknum sé litið yfir leikmannahópinn. Gallinn er að þar er enginn gæðaleikmaður sem kemur inn. Phil Jones, Marcos Rojo og Chris Smalling eru ekki leikmenn sem stuðningsmenn vilja sjá. Þegar blaðið fór í prentun í gær var Manchester-liðið ekki búið að losa sig við neinn varnarmann og því munu 14 leikmenn berjast um fjögur byrjunarliðssæti – sem kostuðu félagið 323 milljónir punda.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira