Erlent

Tala látinna í El Paso hækkar

Sylvía Hall skrifar
Samfélagið í El Paso er harmi slegið.
Samfélagið í El Paso er harmi slegið. Vísir/Getty
Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar í Walmart lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. Þetta kemur fram í færslu á Twitter-síðu lögreglunnar í El Paso.

Sjá einnig: Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart

Fjöldi manns slasaðist í árásinni og nokkurra er enn saknað eftir að árásarmaðurinn hóf skothríð í verslun Walmart í El Paso í Texasríki um helgina. Yfirvöld hafa gefið það út að málið sé rannsakað sem hryðjuverk og gæti árásarmaðurinn átt yfir höfði sér dauðarefsingu. 

Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius er í haldi lögreglu, grunaður um verknaðinn. Hann hafði birt stefnuyfirlýsingu á síðunni 8chan þar sem hann sagðist vilja „vera Bandaríkin fyrir innrás“ fólks frá rómönsku Ameríku.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina í El Paso sem og aðra skotárás sem varð í Dayton í Ohio um helgina á blaðamannafundi í dag. Sagðist hann ætla leggja til að lög yrðu hert með þeim hætti að þeir sem fremdu hatursglæpi og fjöldamorð yrðu teknir af lífi „hratt og örugglega“.

„Valið er okkar og aðeins okkar, það er ekki undir andlega veikum skrímslum komið heldur okkur. Ef okkur tekst að samþykkja lög, eftir öll þessi ár, munum við tryggja að þeir sem hafa orðið fyrir árásum dóu ekki til einskis,“ sagði forsetinn


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.