Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2019 19:13 Trump á fundi með Kanye West í Hvíta húsinu í fyrra. Hingað til hefur farið vel á með þeim kumpánum, og virðist West ætla að nýta sér velvild forsetans til að fá vin sinn lausan úr fangelsi. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í dag hafa rætt við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, um gæsluvarðald bandaríska rapparans A$AP Rocky. Í tísti forsetans kom fram að hann hafi átt mjög gott samtal við forsætisráðherrann og að Trump hafi fullvissað Löfven um að rapparinn myndi ekki gera tilraun til að yfirgefa Svíþjóð áður en réttarhöld yfir honum færu fram. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Trump sagðist í gær ætla að beita sér fyrir því að A$AP Rocky yrði leystur úr haldi í Svíþjóð, þar sem hann er sakaður um að hafa ráðist á mann. Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans hefur staðfest að Trump og Löfven hafi átt saman „vinalegt og virðingarfullt“ samtal. Greindi hann sömuleiðis frá því að Löfven hafi í samtali sínu lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. A$AP Rocky er sakaður um að hafa ráðist á mann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn ásamt tveimur öðrum mönnum. Hann, ásamt mönnunum tveimur, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð síðan í byrjun júlí vegna gruns um líkamsárás. Í gær var greint frá því að dómari hefði fallist á beiðni saksóknara um að gæsluvarðhald yfir rapparanum og meintum samverkamönnum hans yrði framlengt um eina viku. Var krafan byggð á því að rapparinn myndi yfirgefa Svíþjóð áður en hægt yrði að rannsaka málið betur. Forsetinn hafði áður rætt um málið við Kanye West, annan bandarískan rappara, en þeim West og A$AP Rocky er vel til vina. Það virðist því einkum að tilstuðlan West sem Trump hafi ákveðið að beita sér í málinu. Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í dag hafa rætt við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, um gæsluvarðald bandaríska rapparans A$AP Rocky. Í tísti forsetans kom fram að hann hafi átt mjög gott samtal við forsætisráðherrann og að Trump hafi fullvissað Löfven um að rapparinn myndi ekki gera tilraun til að yfirgefa Svíþjóð áður en réttarhöld yfir honum færu fram. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Trump sagðist í gær ætla að beita sér fyrir því að A$AP Rocky yrði leystur úr haldi í Svíþjóð, þar sem hann er sakaður um að hafa ráðist á mann. Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans hefur staðfest að Trump og Löfven hafi átt saman „vinalegt og virðingarfullt“ samtal. Greindi hann sömuleiðis frá því að Löfven hafi í samtali sínu lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. A$AP Rocky er sakaður um að hafa ráðist á mann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn ásamt tveimur öðrum mönnum. Hann, ásamt mönnunum tveimur, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð síðan í byrjun júlí vegna gruns um líkamsárás. Í gær var greint frá því að dómari hefði fallist á beiðni saksóknara um að gæsluvarðhald yfir rapparanum og meintum samverkamönnum hans yrði framlengt um eina viku. Var krafan byggð á því að rapparinn myndi yfirgefa Svíþjóð áður en hægt yrði að rannsaka málið betur. Forsetinn hafði áður rætt um málið við Kanye West, annan bandarískan rappara, en þeim West og A$AP Rocky er vel til vina. Það virðist því einkum að tilstuðlan West sem Trump hafi ákveðið að beita sér í málinu.
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45
Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00