Enski boltinn

Ungstirni Arsenal halda áfram að raða inn mörkum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Eddie Nketiah að stimpla sig inn hjá Arsenal
Eddie Nketiah að stimpla sig inn hjá Arsenal vísir/getty

Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal hélt sigurgöngu sinni á undirbúningstímabilinu áfram í gærkvöldi þegar liðið vann öruggan 3-0 sigur á ítalska úrvalsdeildarliðinu Fiorentina. Hefur Arsenal þar með unnið alla þrjá leiki sína til þessa á ferðalagi sínu um Bandaríkin.

Hinn tvítugi Eddie Nketiah kom Arsenal í 2-0 og hinn nítján ára gamli Joe Willock gulltryggði 3-0 sigur Arsenal skömmu fyrir leikslok en skærustu stjörnur Lundúnarliðsins tóku þátt í leiknum að Pierre-Emerick Aubameyang undanskildum.

Nketiah sá um að tryggja Arsenal sigur á Bayern Munchen á dögunum og í 3-0 sigri á Colorado Rapids voru markaskorararnir Gabriel Martinelli (18 ára), Bukayo Saka (17 ára) og James Olayinka (18 ára).


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.