Enski boltinn

Arsenal lagði Bayern í Bandaríkjunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mesut Özil og Thiago Alcantara í baráttunni í nótt
Mesut Özil og Thiago Alcantara í baráttunni í nótt vísir/getty

Stórlið Arsenal og Bayern Munchen áttust við í Los Angeles í nótt en bæði lið undirbúa sig nú af krafti fyrir komandi keppnistímabil.

Bæði lið stilltu upp sterkum byrjunarliðum en ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Í leikhléi gerðu Bæjarar 11 breytingar á sínu liði en Arsenal aðeins tvær.

Arsenal komst yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar þýska ungstirnið Louis Poznanski varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski jafnaði metin fyrir Bæjara á 76.mínútu en Eddie Nketiah tryggði Arsenal sigur með marki á 88.mínútu en hann var þá nýkominn inná fyrir Alexandre Lacazette.

Annar sigur Arsenal í Bandaríkjunum en liðið vann 3-0 sigur á MLS liðinu Colorado Rapids á dögunum. 

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.