Enski boltinn

Arsenal lagði Bayern í Bandaríkjunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mesut Özil og Thiago Alcantara í baráttunni í nótt
Mesut Özil og Thiago Alcantara í baráttunni í nótt vísir/getty
Stórlið Arsenal og Bayern Munchen áttust við í Los Angeles í nótt en bæði lið undirbúa sig nú af krafti fyrir komandi keppnistímabil.

Bæði lið stilltu upp sterkum byrjunarliðum en ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Í leikhléi gerðu Bæjarar 11 breytingar á sínu liði en Arsenal aðeins tvær.

Arsenal komst yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar þýska ungstirnið Louis Poznanski varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski jafnaði metin fyrir Bæjara á 76.mínútu en Eddie Nketiah tryggði Arsenal sigur með marki á 88.mínútu en hann var þá nýkominn inná fyrir Alexandre Lacazette.

Annar sigur Arsenal í Bandaríkjunum en liðið vann 3-0 sigur á MLS liðinu Colorado Rapids á dögunum. 


 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×