Enski boltinn

Arsenal að taka við sér á leik­manna­markaðnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Leikmenn Arsenal fyrir æfingaleik gegn Bayern á dögunum
Leikmenn Arsenal fyrir æfingaleik gegn Bayern á dögunum

Það hefur ekki mikið heyrst af leikmannamálum hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal í sumar og margir stuðningsmenn félagsins orðnir óþreyjufullir eftir nýjum leikmönnum eftir vonbrigðatímabil á síðustu leiktíð þar sem Arsenal hafnaði í 5.sæti deildarinnar.

Engu að síðar virðast forráðamenn félagsins ekki sitja auðum höndum ef marka má enska fjölmiðla í dag.

Arsenal er búið að ná samkomulagi við franska úrvalsdeildarlið St. Etienne um kaup á varnarmanninum William Saliba. Stuðningsmenn Arsenal þurfa þó að bíða eitthvað eftir því að hann klæðist treyju félagsins því hann verður lánaður til baka til St. Etienne ef af kaupunum verður.

Hins vegar eru forráðamenn Arsenal vongóðir um að ganga frá kaupum á spænska miðjumanninum Dani Ceballos frá Real Madrid og skoska vinstri bakverðinum Kieran Tierney frá Celtic á allra næstu dögum.

Ceballos mun koma á láni en Arsenal er að undirbúa nýtt tilboð í Tierney eftir að Celtic hafnaði 25 milljón punda tilboði á dögunum.


Þá hefur Wilfried Zaha óskað eftir sölu frá Crystal Palace og er Arsenal talið líklegast til að klófesta kappann.

Arsenal hefur aðeins keypt einn leikmann til þessa en það er brasilíska ungstirnið Gabriel Martinelli sem kom frá Ituano í heimalandinu fyrir rúmar 5 milljónir punda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.