Íslenski boltinn

Hildigunnur með þrennu í kvöld: Gefur okkur mikið sjálfstraust

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hildigunnur skoraði þrennu og fiskaði vítaspyrnu gegn HK/Víkingi.
Hildigunnur skoraði þrennu og fiskaði vítaspyrnu gegn HK/Víkingi. vísir/vilhelm

Hin 16 ára Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði þrennu þegar Stjarnan vann 2-5 sigur á HK/Víkingi í 13. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld.

„Þetta var mikilvægur sigur fyrir liðið og gott að fá þrjú stig. Við höldum bara áfram. Liðsheildin var góð og allir voru tilbúnir í leikinn,“ sagði Hildigunnur í samtali við Vísi eftir leik.

Mörkin þrjú í leiknum í kvöld voru hennar fyrstu í efstu deild. Raunar var þetta aðeins fimmti deildarleikur Hildigunnar á ferlinum.

„Ég er bara mjög ánægð,“ sagði Hildigunnur hógvær.

Fyrir leikinn í kvöld hafði Stjarnan ekki unnið skorað mark í tvo mánuði og þ.a.l. ekki unnið leik á þeim tíma.

„Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust og við ætlum bara að byggja ofan á þetta,“ sagði Hildigunnur að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.