Enski boltinn

Solskjær skipar Woodward að næla í Maguire og það sem fyrst

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær á hliðarlínunni í einum af leikjum United á undirbúningstímabilinu.
Solskjær á hliðarlínunni í einum af leikjum United á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur gefið Ed Woodward, stjórnarformanni félagsins, þau skilaboð að hann vilji fá varnarmanninn Harry Maguire til liðsins og það strax.

Woodward hefur ekki verið með United í æfingaferð sinni um Ástralíu og Asíu til þess að vinna í kaupunum en hefur þó ekki enn náð samkomulagi við Leicester um kaupverð.



Maguire er talinn ánægður hjá Leicester þar sem hann er samningsbundinn en draumur hans er þó að spila með Rauðu djöflunum og væri ólmur til í að spila á Old Trafford á næstu leiktíð.

Leicester og United hafa ekki náð samkomulag um kaupverð á enska landsliðsmanninum en talið er að það muni tíu milljónum punda á milli liðanna. Leicester vill fá 80 milljónir punda fyrir hann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×