Enski boltinn

Sissoko traðkaði á James en slapp við refsingu | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sissoko tæklar James.
Sissoko tæklar James. vísir/getty
Moussa Sissoko slapp við refsingu þrátt fyrir að hafa traðkað á Daniel James í leik Tottenham og Manchester United á International Champions Cup í Sjanghaí í dag. United vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu.

Á 25. mínútu áttust Sissoko og James við út við hornfána. Sissoko sparkaði James fyrst niður og traðkaði svo á honum. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.





Samherjar James voru afar ósáttir við brotið og vildu fá spjald á loft. Dómarinn, Kun Ai frá Kína, afhafðist hins vegar ekki neitt og Sissoko slapp með skrekkinn.

Fjórum mínútum fyrir brot Sissokos hafði Anthony Martial komið United yfir. Manchester-liðið var 0-1 yfir í hálfleik.

Lucas Moura jafnaði fyrir Spurs á 65. mínútu en Angel Gomes skoraði sigurmark United stundarfjórðungi síðar.

James fór af velli í hálfleik en Sissoko var tekinn út af á 62. mínútu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×