Enski boltinn

Eriksen vill fara en enginn gerir tilboð í hann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Christian Eriksen
Christian Eriksen vísir/getty
Christian Eriksen þarf að mæta aftur til vinnu hjá Tottenham í lok vikunnar þrátt fyrir að hafa gefið það út að hann vildi yfirgefa félagið. Ekkert kauptilboð hefur borist í Danann.

Eriksen sagði snemma í júnímánuði að hann vildi takast á við nýja áskorun á nýjum stað. Sú yfirlýsing átti að koma af stað einhverjum hjólum og leiða til þess að hann yrði fenginn annað. Það hefur hins vegar ekkert gerst.

Eriksen hefur verið orðaður við Real Madrid og Juventus en hvorugt félag hefur gert formlegt tilboð í danska miðjumanninn.

Vandamál Eriksen er að bæði Juventus og Real Madrid vilja fá Paul Pogba. Pogba hefur líka sagt að hann vilji nýja áskorun og er hann fyrir ofan Eriksen á óskalista félaganna.

Staða Eriksen er því þannig að hann þarf að mæta aftur eftir sumarfrí til Tottenham og byrja að búa sig undir annað tímabil í Lundúnum.


Tengdar fréttir

Levy bauð Real að kaupa Eriksen

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hringdi í forráðamenn Real Madrid og bauð þeim að kaupa Christian Eriksen samkvæmt heimildum spænska blaðsins Marca.

Man Utd og Juventus bítast um Eriksen

Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur gefið í skyn að hann muni yfirgefa enska úrvalsdeildarliðið Tottenham í sumar og er hann eftirsóttur á meðal stærstu knattspyrnuliða heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×