Fótbolti

Fjölskylda Eriksen skoðar hús á Spáni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Christian Eriksen
Christian Eriksen vísir/getty
Fjölskyldumeðlimir Christian Eriksen hafa verið að skoða hús til sölu í Madrídarborg síðustu daga samkvæmt frétt The Times.

Eriksen hefur verið orðaður við Real Madrid og Daninn sagði sjálfur að hann vildi yfirgefa Tottenham.

Tottenham metur Eriksen á 100 milljón pund.

Eftir að Juventus lét í ljós áhuga sinn á að fá Paul Pogba hafa líkurnar á að Eriksen fari til Madrid aukist. Real er ekki sagt vilja fara í baráttu við Juventus um Pogba heldur frekar snúa athygli sinni að Eriksen.

Daninn hefur verið hjá Tottenham síðan 2013, spilað 277 leiki og skorað í þeim 66 mörk.


Tengdar fréttir

Man Utd og Juventus bítast um Eriksen

Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur gefið í skyn að hann muni yfirgefa enska úrvalsdeildarliðið Tottenham í sumar og er hann eftirsóttur á meðal stærstu knattspyrnuliða heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×