Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur gefið í skyn að hann muni yfirgefa enska úrvalsdeildarliðið Tottenham í sumar og er hann eftirsóttur á meðal stærstu knattspyrnuliða heims.
Eriksen hefur gjarnan verið orðaður við spænska risann Real Madrid en samkvæmt spænskum fjölmiðlum er Madridarliðið ekki tilbúið að punga út þeim 100 milljónum punda sem Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hefur sagst vilja fá í sinn hlut fyrir Eriksen.
Samkvæmt enska dagblaðinu Mirror er kapphlaupið nú á milli Manchester United og Juventus og gæti því framtíð franska miðjumannsins Paul Pogba ráðið miklu um næstu skref Eriksen þar sem talið er að Pogba gæti jafnvel verið á förum frá Man Utd til Juventus.
Eriksen er 27 ára gamall og hefur verið á mála hjá Tottenham frá árinu 2013 en lét hafa eftir sér í samtali við danska fjölmiðla á dögunum að hann væri opinn fyrir nýrri áskorun.
Man Utd og Juventus bítast um Eriksen
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið



Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum
Íslenski boltinn

Óvissan tekur við hjá Hákoni
Enski boltinn


Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum
Íslenski boltinn

Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný
Fótbolti

Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora
Íslenski boltinn

Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield
Enski boltinn