Enski boltinn

Balotelli gæti snúið aftur í enska boltann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Balotelli skoraði átta mörk í tólf deildarleikjum fyrir Marseille á síðasta tímabili.
Balotelli skoraði átta mörk í tólf deildarleikjum fyrir Marseille á síðasta tímabili. vísir/getty
West Ham United íhugar að semja við Mario Balotelli. Ítalski framherjinn er án félags eftir að samningur hans við Marseille rann út.

West Ham er í framherjaleit en Marco Arnautovic, markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili, er farinn til Shanghai SIPG í Kína. Þá eru Andy Carroll og Lucas Pérez einnig farnir frá Hömrunum.

West Ham reyndi að fá Úrúgvæann Maxi Gómez frá Celta Vigo en hann er væntanlega á förum til Valencia.

Balotelli þekkir vel til í enska boltanum en hann hefur bæði leikið með Manchester City og Liverpool. Hann varð bæði Englandsmeistari og enskur bikarmeistari með City.

Balotelli lék með Marseille seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa rift samningi sínum við Nice. Hann skoraði átta mörk í tólf deildarleikjum fyrir Marseille.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×