Enski boltinn

Liverpool hefur rætt við umboðsmann Pepe

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nicolas Pepe í leik með Lille í vetur.
Nicolas Pepe í leik með Lille í vetur. vísir/getty
Gerard Lopez, forseti franska félagsins Lille, segir að Liverpool hafi haft samband við umboðsmann Nicolas Pepe sem átti frábært tímabil í franska boltanum á síðustu leiktíð.

Pepe skoraði 22 mörk og lagði upp önnur ellefu með Lille á síðustu leiktíð og stórliðin í Evrópu hafa horft hýru auga til Fílabeinsstrendingsins.

Manchester United, Arsenal og PSG voru öll talin áhugasöm um vængmanninn en nú er talið að Evrópumeistararnir leiði kapphlaupið um þennan spræka vængmann.







„Ég veit að það hafa verið viðræður við leikmanninn en ekki okkur. Liverpool er með leikmenn í þessa stöðu og ég hef lesið að kannski séu einhverjir leikmenn að fara,“ sagði forsetinn í viðtali.

„Ég er ekki að einbeita mér að Liverpool en það er rétt að þeir hafa haft samband við umboðsmann hans,“ bætti Lopez við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×