Íslenski boltinn

Logi: Skökk mynd sem við höfum hér á Íslandi en við getum betur

Anton Ingi Leifsson skrifar

Logi Ólafsson, sparkspekingur Stöðvar 2 Sports, segir að munurinn á íslenskum liðum og mótherjum þeirra í Evrópukeppnum sé mikill. Munurinn sé sér í lagi í peningalegu hliðinni.

Valur og KR fengu skell gegn sínum mótherjum en Breiðablik náði í jafntefli gegn Vaduz. Stjarnan var eina liðið sem náði í sigur er liðið marði 2-1 sigur á Levadia frá Eistlandi.

En hver er munurinn? Logi svaraði þessari spurningu í samtali við Júlíönu Þóru í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hinn þaulreyndi Logi svaraði:

„Ef þú tekur veltuna hjá Molde og veltuna hjá KR þá kostar KR sirka tuttugu prósent af því sem Molde kostar,“ sagði Logi og hélt áfram.

„Molde, sem er ekki áskrifandi í Evrópukeppnina, hefur á síðustu árum hafa á síðustu fjórum árum þénað 1,5 milljarð íslenskra króna í sölum á leikmönnum. Þetta er skökk mynd sem við höfum hér á Íslandi en við getum betur.“

Logi segir að einnig liggi munurinn í því að mótherjar íslensku liðanna séu oftar en ekki atvinnumenn á meðan íslensku liðin eru blönduð; einhverjir spila bara fótbolta en aðrir eru í annarri vinnu.

„Öll lið sem við erum að etja við þau eru fulltíða atvinnumenn og ef við ætlum að ná lengra þá verðum við að stíga það skref inn í atvinnumennsku.“

„Það eru sumir leikmenn á Íslandi sem gera ekkert annað en að spila fótbolta. Hinir eru að vinna. Það þarf að jafna þetta, það þarf að búa til atvinnumennsku og það er eina sem hjálpar og fá peninga inn í þetta.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.