Erlent

Svifbretti stal senunni á Þjóðhátíðardegi Frakka

Valgerður skrifar
Svifið um á svifbretti með riffil í hendi.
Svifið um á svifbretti með riffil í hendi. Fréttablaðið/AFP

Þjóðhátíðardagur Frakka var haldinn hátíðlegur í dag með árlegri hersýningu á Champs-Élyssées. Atriði Frank Zapata á nýrri uppfinningu sinni, svifbrettinu, stal senunni.

Bastilludagurinn, þjóðhátíðardagur Frakka, var haldinn hátíðlegur í gær og var öllu tjaldað til á hersýningu á Champs-Élyssées.

Það nýjasta í varnarmálum Evrópu var sýnt þegar yfir 4.000 hermenn, 69 flugvélar og 39 þyrlur voru samankomin á breiðgötunni. Emmanuel Macron Frakklandsforseti var viðstaddur sýninguna ásamt Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Senunni stal Frank Zapata, fyrrverandi hermaður og afreksmaður á sæþotu sem sýndi nýjustu uppfinningu sína „Flyboard“ er hann flaug á svifbretti yfir hausamótunum á fólki með riffil í hönd.

Brettið sem var upphaflega hannað til að svífa yfir vatni kemst á allt að 190 km hraða á klukkustund. og getur flogið í 10 mínútur í senn.

Eftir að hersýningunni lauk og opnað var fyrir umferð aftur á breiðgötunni brutust úr mótmæli þegar um 200 manns í gulum vestum reyndu að loka götunni. Óeirðalögregla beitti táragasi til að leysa upp mótmælin þegar til átaka kom. Kveiktu mótmælendur, sem kenna sig við gulu vestin, elda í tunnum og á almenningsklósettum en frönsk yfirvöld höfðu bannað öll mótmæli á þjóðhátíðardaginn.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.