Enski boltinn

Ósáttur með að mega ekki breyta nafninu sínu í Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tottenham er vinsælt víða um heim, m.a. í Svíþjóð.
Tottenham er vinsælt víða um heim, m.a. í Svíþjóð. vísir/getty
David Lind, 39 ára Svíi, er afar ósáttur með að mega ekki breyta nafninu sínu í Tottenham.

Lind sendi inn beiðni um að fá að breyta nafninu sínu í Tottenham sem er uppáhalds lið hans í enska boltanum. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað.

„Þetta er mjög leiðinlegt. Þú mátt heita nokkurn veginn hvað sem er í Svíþjóð en ekki Tottenham. Það er ekkert eðlilegra að heita Newcastle, Arsenal eða Liverpool,“ sagði Lind.

Máli sínu til stuðnings benti hann á að í Svíþjóð er maður sem ber nafnið Jacob Guiseley Åhman-Dahlin eftir enska utandeildarliðinu Guiseley.

Nafnalögin í Svíþjóð voru hert fyrir tveimur árum og því erfiðara fyrir menn eins og Lind að taka upp ný og sérstök nöfn. Í frétt The Guardian kemur fram að um 60 manns í Svíþjóð beri nafnið Bajen sem er gælunafn sænska félagsins Hammarby.

Þrátt fyrir að hafa fengið þvert nei við beiðni sinni um að heita Tottenham gefst Lind ekki upp og ætlar að áfrýja ákvörðuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×