Íslenski boltinn

ÍBV ekki fengið á sig jafn mörg mörk síðan 1998

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eyjakonur fengu skell í Kópavoginum í gær.
Eyjakonur fengu skell í Kópavoginum í gær. vísir/daníel þór

Fara þarf aftur til ársins 1998 til að finna leik þar sem ÍBV fékk á sig jafn mörg mörk í efstu deild kvenna og í gær þegar Eyjakonur töpuðu 9-2 fyrir Íslands- og bikarmeisturum Breiðabliks á Kópavogsvellinum.

Eyjakonur fengu síðast á sig níu mörk í leik í efstu deild þegar þær töpuðu 3-9 fyrir KR-ingum á Hásteinsvelli í 13. umferð 1998. Helena Ólafsdóttir og Olga Færseth skoruðu báðar þrennu í leiknum.

ÍBV hefur aðeins einu sinni tapað stærra í efstu deild en í gær. Það var árið 1995, á fyrsta ári liðsins í efstu deild. ÍBV tapaði þá 10-0 fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í 2. umferð.

Tapið hjá ÍBV í gær var það stærsta síðan liðið tapaði 0-7 fyrir KR á heimavelli í 13. umferð 2002.

Eyjakonur hafa tapað þremur leikjum í röð og sitja í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar með níu stig, tveimur stigum frá fallæsti. ÍBV hefur fengið á sig 21 mark í sumar, einu marki minna en allt síðasta tímabil.

Stærstu töp ÍBV í efstu deild kvenna:
10-0 fyrir Breiðabliki á útivelli 1995
9-2 fyrir Breiðabliki á útivelli 2019
7-0 fyrir Val á útivelli 1995
7-0 fyrir KR á heimavelli 2002
9-3 fyrir KR á heimavelli 1998
7-1 fyrir Val á heimavelli 2005
6-0 fyrir ÍA á heimavelli 1995


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.