Enski boltinn

Kallaðir inn á teppið vegna búninganna með fegurðardrottningarútlitið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Mooy og félagar í búningnum í gær.
Aaron Mooy og félagar í búningnum í gær. Getty/William Early

Huddersfield Town er fallið úr ensku úrvalsdeildinni en nýr mjög svo sérstakur búningur liðsins hefur séð til þess að liðið er mikið í umræðunni þessa dagana.

Samfélagsmiðlar og fréttamiðlar hafa mikið skrifað um búninginn allt síðan að almenningur fór að heyra af þessari nýstárlegu búningahönnun.

Mikið hefur þannig verið gert grín af þessum nýja búningi Huddersfield Town sem er með mjög stóra og sérstaka auglýsingu framan á búningnum. Það er nefnilega auglýsingin sem er að kalla á öll þessi viðbrögð og alla þessa stríðni á netmiðlum.Veðbankinn Paddy Power var staðfestur sem aðalstyrktaraðili félagsins á komandi tímabili og það fer ekkert á milli mála þegar menn sjá búninginn.

Huddersfield Town lék sinn fyrsta leik í búningnum í gær í æfingarleik á móti Rochdale.Mjög líklegt er að Huddersfield Town og Paddy Power séu þarna að brjóta reglur. Enska knattspyrnusambandið hefur nefnilega kallað forráðamenn félagsins inn á teppið. Enska sambandið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem er ítrekað að enska sambandið hafi mjög skýrar reglur þegar kemur að stærð og gerð auglýsinga á búningum félaga.

Sambandið hefur gert athugasemdir við stærð auglýsingarinnar framan á búningnum sem minnir helst á borða sem fegurðardrottningar hafa borið framan á sér í gegnum tíðina.Forráðamenn Huddersfield þurfa nú að útskýra uppsetningu búningsins fyrir enska knattspyrnusambandinu og það er mjög líklegt að það dugi ekki til.

Mestar líkur eru á því að nýr búningur félagsins verði bannaður og Huddersfield þarf því að finna sér nýjan búning fyrir fyrsta leik í ensku b-deildinni í ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.