Enski boltinn

Lukaku verður ekki með gegn Inter

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Romelu Lukaku er ekki heill heilsu segir Solskjær
Romelu Lukaku er ekki heill heilsu segir Solskjær vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær gaf út í dag að Romelu Lukaku myndi ekki spila fyrir Manchester United í æfingaleiknum við Inter Milan í Singapúr á morgun.

Í allt sumar hefur Lukaku verið sterklega orðaður við Inter en félögunum gengur illa að ná saman.

Solskjær sagði á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í International Champions Cup að Belginn væri ekki tilbúinn í leikinn.

Þegar Norðmaðurinn var spurður út í gang mála í tengslum við möguleg vistaskipti Lukaku sagðist hann ekki hafa neitt nýtt til þess að greina frá frá síðasta blaðamannafundi sínum.

Leikur Manchester United og Inter Milan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 11:25.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.