Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2019 12:39 Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. Vísir/ap Systrum á aldrinum tólf og sex ára var haldið í tæpan hálfan mánuð á landamærastöð í Texas í Bandaríkjunum þar sem þær voru látnar sofa á gólfinu. Fréttastofa AP er með upptöku undir höndum þar sem eldri systirin greinir réttargæslumanni sínum frá því sem gekk á á meðan þær voru í haldi. Stúlkurnar, sem eru frá Mið-Ameríku, eru aðeins tvær af mörg hundruð flóttabarna sem hafa dvalið gegn vilja sínum á landamærastöðinni í Clint nærri El Paso. Börnin höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningamæðra. Eftir að lögfræðingar fengu að heimsækja landamærastöð í bænum Clint í Texas í síðustu viku bárust fréttir af því að börnin hefðu sum dvalið þar í margar vikur. Þau hefðu hvorki aðgang að sápu, hreinum fötum, viðunandi mat né vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman í rými. Sjá nánar: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Fréttastofa AP fékk leyfi til þess að birta frásögn stúlkunnar gegn því að gætt yrði nafnleynd og ekki greint frá þjóðerni hennar. Er það gert til þess að vernda stúlkuna sjálfa og til þess að skemma ekki fyrir umsókn hennar um hæli. Taylor Levy, lögfræðingur, sem hefur unnið með fjölskyldu stúlknanna sagði að þær hefðu verið teknar frá frænku þeirra sem kom með þær yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna þann 23. maí. Levy sagði í samtali við fréttastofu AP að móðir stúlknanna hefði flúið ofbeldisfullan föður þeirra fyrir fjórum árum og sótt um hæli í Bandaríkjunum. Stúlkurnar urðu eftir hjá frænku þeirra en þær flúðu líka til Bandaríkjanna þegar faðirinn hóf að hóta ofbeldi.Sjá einnig: Dauði förufólks á landamærum engin nýmæli Í myndbandinu segir eldri systirin frá því – á spænsku – að landamæraverðirnir hefðu komið illa fram við börnin og bannað þeim að leika sér og baða sig. „Sum barnanna, á aldri við systur mína, grátbáðu um móður sína og föður. Þau grátbáðu um frænku sína. Þau söknuðu þeirra,“ segir eldri systirin og bætir við að verðirnir hefðu lokað börn inni fyrir að gráta. Hún segir að börnin hefðu fengið búðing, ávaxtasafa og vefju að borða. Hún hafi þó nær ekkert getað borðað „því þetta var svo bragðvont.“ Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Systrum á aldrinum tólf og sex ára var haldið í tæpan hálfan mánuð á landamærastöð í Texas í Bandaríkjunum þar sem þær voru látnar sofa á gólfinu. Fréttastofa AP er með upptöku undir höndum þar sem eldri systirin greinir réttargæslumanni sínum frá því sem gekk á á meðan þær voru í haldi. Stúlkurnar, sem eru frá Mið-Ameríku, eru aðeins tvær af mörg hundruð flóttabarna sem hafa dvalið gegn vilja sínum á landamærastöðinni í Clint nærri El Paso. Börnin höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningamæðra. Eftir að lögfræðingar fengu að heimsækja landamærastöð í bænum Clint í Texas í síðustu viku bárust fréttir af því að börnin hefðu sum dvalið þar í margar vikur. Þau hefðu hvorki aðgang að sápu, hreinum fötum, viðunandi mat né vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman í rými. Sjá nánar: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Fréttastofa AP fékk leyfi til þess að birta frásögn stúlkunnar gegn því að gætt yrði nafnleynd og ekki greint frá þjóðerni hennar. Er það gert til þess að vernda stúlkuna sjálfa og til þess að skemma ekki fyrir umsókn hennar um hæli. Taylor Levy, lögfræðingur, sem hefur unnið með fjölskyldu stúlknanna sagði að þær hefðu verið teknar frá frænku þeirra sem kom með þær yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna þann 23. maí. Levy sagði í samtali við fréttastofu AP að móðir stúlknanna hefði flúið ofbeldisfullan föður þeirra fyrir fjórum árum og sótt um hæli í Bandaríkjunum. Stúlkurnar urðu eftir hjá frænku þeirra en þær flúðu líka til Bandaríkjanna þegar faðirinn hóf að hóta ofbeldi.Sjá einnig: Dauði förufólks á landamærum engin nýmæli Í myndbandinu segir eldri systirin frá því – á spænsku – að landamæraverðirnir hefðu komið illa fram við börnin og bannað þeim að leika sér og baða sig. „Sum barnanna, á aldri við systur mína, grátbáðu um móður sína og föður. Þau grátbáðu um frænku sína. Þau söknuðu þeirra,“ segir eldri systirin og bætir við að verðirnir hefðu lokað börn inni fyrir að gráta. Hún segir að börnin hefðu fengið búðing, ávaxtasafa og vefju að borða. Hún hafi þó nær ekkert getað borðað „því þetta var svo bragðvont.“
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19