Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2019 23:12 Þriðjungur þeirra barna sem í haldi eru í stöðvunum sjö sem heimsóttar voru hafa verið lengur í haldi en leyfilegt er. IG Myndir sem birtar hafa verið af aðstæðum flóttafólks á landamærastöðvum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sýna þær ömurlegu aðstæður sem fólk sem er þar í haldi býr við. Dæmi eru um að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun fámennari hópa. Sjálfstæð eftirlitsstofnun innan stjórnsýslu Bandaríkjanna hefur birt myndir sem sýna aðstæður flóttafólksins en á þeim má sjá fólk liggja um öll gólf í allt of litlum klefum. Yfirmaður einnar stöðvarinnar segir aðstæðurnar vera „tifandi tímasprengju,“ að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var á vegum stofnunarinnar.Afar þröngt er í stöðvunum og oft á tíðum ekki nóg pláss til þess að allir geti lagst til hvílu.IG„Við höfum áhyggjur af því að mannþröng og langvarandi varðhald geti ógnað heilbrigði og öryggi starfsmanna Heimavarnarráðuneytisins og þeirra sem eru í haldi,“ segir eftirlitsfólkið í skýrslunni. Eftirlitsfólkið heimsótti alls sjö landamærastöðvar í Rió Grande-dal í suðurhluta Texas-ríkis. Þar komst eftirlitsfólkið að raun um það að um þriðjungur þeirra barna sem eru í haldi innan stöðvanna hefur verið þar lengur en í 72 klukkustundir, en það er leyfilegur hámarkstími varðhalds á stöðvum sem þessum. Segir í skýrslunni að mörg þeirra hafi ekki haft aðgang að sturtum eða heitum mat, auk þess sem hrein föt væru af skornum skammti innan stöðvanna.Þegar fólkið í haldi varð vart við eftirlitsfólkið gerði það hvað það gat til þess að vekja athygli á þeim ömurlegu aðstæðum sem því er gert að þola.IG„Þegar fólkið sem var í haldi varð vart við okkur [eftirlitsfólkið] barði það á glugga klefa sinna, hrópaði, þrýsti miðum sem sýndi tíma þeirra í haldi að gluggunum og benti okkur á líkamlegar sannanir tíma þeirra í haldi, til dæmis skeggvöxt sinn,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að fólkið hafi stíflað klósett klefa sinna með eigum sínum á borð við sokka, til þess eins að komast út úr klefum sínum þá stuttu stund sem unnið væri að viðgerð klósettanna. Niðurstaða skýrslunnar er sú að þær aðstæður sem flóttafólkið býr við brjóti í bága við þá staðla sem toll- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefur sjálf sett, en sú stofnun fer með rekstur landamærastöðvanna. Eftirlitsfólkið kallaði því eftir því í skýrslunni að heimavarnarráðuneytið gerði „tafarlausar ráðstafanir til þess að lina þá hættulegu mannþröng sem myndast hefur.“ Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Myndir sem birtar hafa verið af aðstæðum flóttafólks á landamærastöðvum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sýna þær ömurlegu aðstæður sem fólk sem er þar í haldi býr við. Dæmi eru um að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun fámennari hópa. Sjálfstæð eftirlitsstofnun innan stjórnsýslu Bandaríkjanna hefur birt myndir sem sýna aðstæður flóttafólksins en á þeim má sjá fólk liggja um öll gólf í allt of litlum klefum. Yfirmaður einnar stöðvarinnar segir aðstæðurnar vera „tifandi tímasprengju,“ að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var á vegum stofnunarinnar.Afar þröngt er í stöðvunum og oft á tíðum ekki nóg pláss til þess að allir geti lagst til hvílu.IG„Við höfum áhyggjur af því að mannþröng og langvarandi varðhald geti ógnað heilbrigði og öryggi starfsmanna Heimavarnarráðuneytisins og þeirra sem eru í haldi,“ segir eftirlitsfólkið í skýrslunni. Eftirlitsfólkið heimsótti alls sjö landamærastöðvar í Rió Grande-dal í suðurhluta Texas-ríkis. Þar komst eftirlitsfólkið að raun um það að um þriðjungur þeirra barna sem eru í haldi innan stöðvanna hefur verið þar lengur en í 72 klukkustundir, en það er leyfilegur hámarkstími varðhalds á stöðvum sem þessum. Segir í skýrslunni að mörg þeirra hafi ekki haft aðgang að sturtum eða heitum mat, auk þess sem hrein föt væru af skornum skammti innan stöðvanna.Þegar fólkið í haldi varð vart við eftirlitsfólkið gerði það hvað það gat til þess að vekja athygli á þeim ömurlegu aðstæðum sem því er gert að þola.IG„Þegar fólkið sem var í haldi varð vart við okkur [eftirlitsfólkið] barði það á glugga klefa sinna, hrópaði, þrýsti miðum sem sýndi tíma þeirra í haldi að gluggunum og benti okkur á líkamlegar sannanir tíma þeirra í haldi, til dæmis skeggvöxt sinn,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að fólkið hafi stíflað klósett klefa sinna með eigum sínum á borð við sokka, til þess eins að komast út úr klefum sínum þá stuttu stund sem unnið væri að viðgerð klósettanna. Niðurstaða skýrslunnar er sú að þær aðstæður sem flóttafólkið býr við brjóti í bága við þá staðla sem toll- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefur sjálf sett, en sú stofnun fer með rekstur landamærastöðvanna. Eftirlitsfólkið kallaði því eftir því í skýrslunni að heimavarnarráðuneytið gerði „tafarlausar ráðstafanir til þess að lina þá hættulegu mannþröng sem myndast hefur.“
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39