Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu Eiður Þór Árnason skrifar 6. júlí 2019 15:59 Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu. AP Norður-Kórea gaf út í dag að Alek Sigley, ástralski stúdentinn sem var í haldi norður-kóreskra yfirvalda í heila viku, hafi gerst sekur um að dreifa áróðri gegn stjórnvöldum landsins. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Einnig er hann sakaður um að hafa stundað njósnir með því að senda ljósmyndir og annað efni til fréttamiðla sem eru gagnrýnir á stjórnvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Sigley var leystur úr haldi síðasta fimmtudag. Norður-kóreska ríkisfréttastofan KCNA sagði Sigley hafa viðurkennt brot sín og gengist við því að hafa safnað gögnum með kerfisbundnum hætti um stöðu mála innanlands. Jafnframt var greint frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi vísað Sigley úr landi eftir að hann baðst ítrekað fyrirgefningar á athæfi sínu. Stjórnvöld í Pyongyang hafa áður verið sökuð um að notfæra sér Vesturlandabúa til þess að fá fram tilslakanir í viðræðum sínum við erlend stjórnvöld. Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. Þar greindi Sigley reglulega frá því frelsi sem hann upplifði í borginni og voru frásagnir hans oft í ósamræmi við þá neikvæðu ásýnd sem flestir Vesturlandabúar hafa af Norður-Kóreu. Ekki mátti þar sjá neina augljósa gagnrýni á stjórnvöld í Norður-Kóreu, og eins var með þá pistla sem eftir hann birtust í vestrænum fjölmiðlum. Eftir að Sigley var leystur úr haldi flaug hann til Beijing og fór þaðan til Tókíó þar sem hann hitti loks japanska eiginkonu sína, en þau giftu sig í Pyongyang. Sigley sagði blaðamönnum á flugvellinum að ástand sitt væri mjög gott. Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu. Ástralía Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Norður-Kórea gaf út í dag að Alek Sigley, ástralski stúdentinn sem var í haldi norður-kóreskra yfirvalda í heila viku, hafi gerst sekur um að dreifa áróðri gegn stjórnvöldum landsins. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Einnig er hann sakaður um að hafa stundað njósnir með því að senda ljósmyndir og annað efni til fréttamiðla sem eru gagnrýnir á stjórnvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Sigley var leystur úr haldi síðasta fimmtudag. Norður-kóreska ríkisfréttastofan KCNA sagði Sigley hafa viðurkennt brot sín og gengist við því að hafa safnað gögnum með kerfisbundnum hætti um stöðu mála innanlands. Jafnframt var greint frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi vísað Sigley úr landi eftir að hann baðst ítrekað fyrirgefningar á athæfi sínu. Stjórnvöld í Pyongyang hafa áður verið sökuð um að notfæra sér Vesturlandabúa til þess að fá fram tilslakanir í viðræðum sínum við erlend stjórnvöld. Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. Þar greindi Sigley reglulega frá því frelsi sem hann upplifði í borginni og voru frásagnir hans oft í ósamræmi við þá neikvæðu ásýnd sem flestir Vesturlandabúar hafa af Norður-Kóreu. Ekki mátti þar sjá neina augljósa gagnrýni á stjórnvöld í Norður-Kóreu, og eins var með þá pistla sem eftir hann birtust í vestrænum fjölmiðlum. Eftir að Sigley var leystur úr haldi flaug hann til Beijing og fór þaðan til Tókíó þar sem hann hitti loks japanska eiginkonu sína, en þau giftu sig í Pyongyang. Sigley sagði blaðamönnum á flugvellinum að ástand sitt væri mjög gott. Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu.
Ástralía Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32
Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34
Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27
Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00