Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu Eiður Þór Árnason skrifar 6. júlí 2019 15:59 Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu. AP Norður-Kórea gaf út í dag að Alek Sigley, ástralski stúdentinn sem var í haldi norður-kóreskra yfirvalda í heila viku, hafi gerst sekur um að dreifa áróðri gegn stjórnvöldum landsins. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Einnig er hann sakaður um að hafa stundað njósnir með því að senda ljósmyndir og annað efni til fréttamiðla sem eru gagnrýnir á stjórnvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Sigley var leystur úr haldi síðasta fimmtudag. Norður-kóreska ríkisfréttastofan KCNA sagði Sigley hafa viðurkennt brot sín og gengist við því að hafa safnað gögnum með kerfisbundnum hætti um stöðu mála innanlands. Jafnframt var greint frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi vísað Sigley úr landi eftir að hann baðst ítrekað fyrirgefningar á athæfi sínu. Stjórnvöld í Pyongyang hafa áður verið sökuð um að notfæra sér Vesturlandabúa til þess að fá fram tilslakanir í viðræðum sínum við erlend stjórnvöld. Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. Þar greindi Sigley reglulega frá því frelsi sem hann upplifði í borginni og voru frásagnir hans oft í ósamræmi við þá neikvæðu ásýnd sem flestir Vesturlandabúar hafa af Norður-Kóreu. Ekki mátti þar sjá neina augljósa gagnrýni á stjórnvöld í Norður-Kóreu, og eins var með þá pistla sem eftir hann birtust í vestrænum fjölmiðlum. Eftir að Sigley var leystur úr haldi flaug hann til Beijing og fór þaðan til Tókíó þar sem hann hitti loks japanska eiginkonu sína, en þau giftu sig í Pyongyang. Sigley sagði blaðamönnum á flugvellinum að ástand sitt væri mjög gott. Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu. Ástralía Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Norður-Kórea gaf út í dag að Alek Sigley, ástralski stúdentinn sem var í haldi norður-kóreskra yfirvalda í heila viku, hafi gerst sekur um að dreifa áróðri gegn stjórnvöldum landsins. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Einnig er hann sakaður um að hafa stundað njósnir með því að senda ljósmyndir og annað efni til fréttamiðla sem eru gagnrýnir á stjórnvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Sigley var leystur úr haldi síðasta fimmtudag. Norður-kóreska ríkisfréttastofan KCNA sagði Sigley hafa viðurkennt brot sín og gengist við því að hafa safnað gögnum með kerfisbundnum hætti um stöðu mála innanlands. Jafnframt var greint frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi vísað Sigley úr landi eftir að hann baðst ítrekað fyrirgefningar á athæfi sínu. Stjórnvöld í Pyongyang hafa áður verið sökuð um að notfæra sér Vesturlandabúa til þess að fá fram tilslakanir í viðræðum sínum við erlend stjórnvöld. Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. Þar greindi Sigley reglulega frá því frelsi sem hann upplifði í borginni og voru frásagnir hans oft í ósamræmi við þá neikvæðu ásýnd sem flestir Vesturlandabúar hafa af Norður-Kóreu. Ekki mátti þar sjá neina augljósa gagnrýni á stjórnvöld í Norður-Kóreu, og eins var með þá pistla sem eftir hann birtust í vestrænum fjölmiðlum. Eftir að Sigley var leystur úr haldi flaug hann til Beijing og fór þaðan til Tókíó þar sem hann hitti loks japanska eiginkonu sína, en þau giftu sig í Pyongyang. Sigley sagði blaðamönnum á flugvellinum að ástand sitt væri mjög gott. Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu.
Ástralía Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32
Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34
Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27
Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00