HK þurfti bara þrjú skot á markið til þess að vinna Breiðablik Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2019 13:30 Atli Arnarson skorar fyrsta markið. vísir/bára HK vann 2-1 sigur á Breiðablik í Kópavogsslag í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi en liðin mættust á Kópavogsvelli. Atli Arnarson skoraði bæði mörk HK en þeir hvítu og rauðu komust í 2-0 forystu í leiknum. Varamaðurinn, Þórir Guðjónsson, minnkaði muninn undir lokin en nær komust þeir ekki og mikilvægur sigur nýliðanna í höfn. Sigurinn verður enn athyglisverðari er litið er á tölfræði leiksins frá tölfræðiveitunni InStat. HK átti í heildina sjö skot í átt að marki Blika og þrjú þeirra fóru á markið. Tvö þeirra enduðu í netinu. Blikarnir skutu hins vegar og skutu. Þeir áttu samtals 25 skot en einungis sex af þeim rötuðu á markið. Arnar Freyr Ólafsson stóð vaktina vel í marki HK en það var einungis skalli Þóris Guðjónssonar sem rataði í netið. Heimamenn í Breiðablik voru einnig mun meira með boltann. Þeir voru 60% með boltann en HK 40%. Það sást einnig í fjölda heppnaðra sendinga en Breiðablik náði að gefa boltann 444 sinnum á milli sín en HK 193 sinnum. Blikarnir unnu líka 71 prósent af tæklingum sínum í leiknum og unnu líka 67 prósent af öllum skallaeinvígum. Með öðrum orðum þeir voru með mikla yfirburði í tölfræðinni. Sú eina tölfræði sem skiptir þó raunverulega máli eru mörk skoruð og þar höfðu HK-ingar betur. Þeir eru komnir með ellefu stig en eru þó enn í ellefta sætinu. Blikarnir eru nú sjö stigum á eftir toppliði KR og róðurinn þyngist hjá þeim í toppbaráttunni.Leikur Breiðabkliks og HK í tölum:Skot í leiknum: Breiðablik +18 (25-7)Tími með boltann: Breiðablik +20% (60%-40%)Heppnaðar sendingar: Breiðablik +251 (444-193)Unnin skallaeinvígi: Breiðablik +23 (46-23)Unnin samstuð: Breiðablik +34 (114-80) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aron Bjarnason fer frá Breiðablik 20. júlí Þróttarinn uppaldi er á leið til Ungverjalands. 7. júlí 2019 18:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - HK 1-2 │Atli afgreiddi Breiðablik KR er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir tap Blika í kvöld og HK er komið lengra frá botninum. 7. júlí 2019 22:15 Ágúst: Þeir byrjuðu ekki þennan leik og það var mín ákvörðun Var ósammála blaðamanni um að leikurinn hafi spilast svipað og fyrri leikurinn. 7. júlí 2019 21:51 Brynjar Björn: Allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum Brynjar Björn Gunnarsson var stoltur af sínum drengjum í kvöld. 7. júlí 2019 21:33 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
HK vann 2-1 sigur á Breiðablik í Kópavogsslag í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi en liðin mættust á Kópavogsvelli. Atli Arnarson skoraði bæði mörk HK en þeir hvítu og rauðu komust í 2-0 forystu í leiknum. Varamaðurinn, Þórir Guðjónsson, minnkaði muninn undir lokin en nær komust þeir ekki og mikilvægur sigur nýliðanna í höfn. Sigurinn verður enn athyglisverðari er litið er á tölfræði leiksins frá tölfræðiveitunni InStat. HK átti í heildina sjö skot í átt að marki Blika og þrjú þeirra fóru á markið. Tvö þeirra enduðu í netinu. Blikarnir skutu hins vegar og skutu. Þeir áttu samtals 25 skot en einungis sex af þeim rötuðu á markið. Arnar Freyr Ólafsson stóð vaktina vel í marki HK en það var einungis skalli Þóris Guðjónssonar sem rataði í netið. Heimamenn í Breiðablik voru einnig mun meira með boltann. Þeir voru 60% með boltann en HK 40%. Það sást einnig í fjölda heppnaðra sendinga en Breiðablik náði að gefa boltann 444 sinnum á milli sín en HK 193 sinnum. Blikarnir unnu líka 71 prósent af tæklingum sínum í leiknum og unnu líka 67 prósent af öllum skallaeinvígum. Með öðrum orðum þeir voru með mikla yfirburði í tölfræðinni. Sú eina tölfræði sem skiptir þó raunverulega máli eru mörk skoruð og þar höfðu HK-ingar betur. Þeir eru komnir með ellefu stig en eru þó enn í ellefta sætinu. Blikarnir eru nú sjö stigum á eftir toppliði KR og róðurinn þyngist hjá þeim í toppbaráttunni.Leikur Breiðabkliks og HK í tölum:Skot í leiknum: Breiðablik +18 (25-7)Tími með boltann: Breiðablik +20% (60%-40%)Heppnaðar sendingar: Breiðablik +251 (444-193)Unnin skallaeinvígi: Breiðablik +23 (46-23)Unnin samstuð: Breiðablik +34 (114-80)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aron Bjarnason fer frá Breiðablik 20. júlí Þróttarinn uppaldi er á leið til Ungverjalands. 7. júlí 2019 18:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - HK 1-2 │Atli afgreiddi Breiðablik KR er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir tap Blika í kvöld og HK er komið lengra frá botninum. 7. júlí 2019 22:15 Ágúst: Þeir byrjuðu ekki þennan leik og það var mín ákvörðun Var ósammála blaðamanni um að leikurinn hafi spilast svipað og fyrri leikurinn. 7. júlí 2019 21:51 Brynjar Björn: Allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum Brynjar Björn Gunnarsson var stoltur af sínum drengjum í kvöld. 7. júlí 2019 21:33 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Aron Bjarnason fer frá Breiðablik 20. júlí Þróttarinn uppaldi er á leið til Ungverjalands. 7. júlí 2019 18:59
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - HK 1-2 │Atli afgreiddi Breiðablik KR er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir tap Blika í kvöld og HK er komið lengra frá botninum. 7. júlí 2019 22:15
Ágúst: Þeir byrjuðu ekki þennan leik og það var mín ákvörðun Var ósammála blaðamanni um að leikurinn hafi spilast svipað og fyrri leikurinn. 7. júlí 2019 21:51
Brynjar Björn: Allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum Brynjar Björn Gunnarsson var stoltur af sínum drengjum í kvöld. 7. júlí 2019 21:33