HK þurfti bara þrjú skot á markið til þess að vinna Breiðablik Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2019 13:30 Atli Arnarson skorar fyrsta markið. vísir/bára HK vann 2-1 sigur á Breiðablik í Kópavogsslag í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi en liðin mættust á Kópavogsvelli. Atli Arnarson skoraði bæði mörk HK en þeir hvítu og rauðu komust í 2-0 forystu í leiknum. Varamaðurinn, Þórir Guðjónsson, minnkaði muninn undir lokin en nær komust þeir ekki og mikilvægur sigur nýliðanna í höfn. Sigurinn verður enn athyglisverðari er litið er á tölfræði leiksins frá tölfræðiveitunni InStat. HK átti í heildina sjö skot í átt að marki Blika og þrjú þeirra fóru á markið. Tvö þeirra enduðu í netinu. Blikarnir skutu hins vegar og skutu. Þeir áttu samtals 25 skot en einungis sex af þeim rötuðu á markið. Arnar Freyr Ólafsson stóð vaktina vel í marki HK en það var einungis skalli Þóris Guðjónssonar sem rataði í netið. Heimamenn í Breiðablik voru einnig mun meira með boltann. Þeir voru 60% með boltann en HK 40%. Það sást einnig í fjölda heppnaðra sendinga en Breiðablik náði að gefa boltann 444 sinnum á milli sín en HK 193 sinnum. Blikarnir unnu líka 71 prósent af tæklingum sínum í leiknum og unnu líka 67 prósent af öllum skallaeinvígum. Með öðrum orðum þeir voru með mikla yfirburði í tölfræðinni. Sú eina tölfræði sem skiptir þó raunverulega máli eru mörk skoruð og þar höfðu HK-ingar betur. Þeir eru komnir með ellefu stig en eru þó enn í ellefta sætinu. Blikarnir eru nú sjö stigum á eftir toppliði KR og róðurinn þyngist hjá þeim í toppbaráttunni.Leikur Breiðabkliks og HK í tölum:Skot í leiknum: Breiðablik +18 (25-7)Tími með boltann: Breiðablik +20% (60%-40%)Heppnaðar sendingar: Breiðablik +251 (444-193)Unnin skallaeinvígi: Breiðablik +23 (46-23)Unnin samstuð: Breiðablik +34 (114-80) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aron Bjarnason fer frá Breiðablik 20. júlí Þróttarinn uppaldi er á leið til Ungverjalands. 7. júlí 2019 18:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - HK 1-2 │Atli afgreiddi Breiðablik KR er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir tap Blika í kvöld og HK er komið lengra frá botninum. 7. júlí 2019 22:15 Ágúst: Þeir byrjuðu ekki þennan leik og það var mín ákvörðun Var ósammála blaðamanni um að leikurinn hafi spilast svipað og fyrri leikurinn. 7. júlí 2019 21:51 Brynjar Björn: Allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum Brynjar Björn Gunnarsson var stoltur af sínum drengjum í kvöld. 7. júlí 2019 21:33 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
HK vann 2-1 sigur á Breiðablik í Kópavogsslag í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi en liðin mættust á Kópavogsvelli. Atli Arnarson skoraði bæði mörk HK en þeir hvítu og rauðu komust í 2-0 forystu í leiknum. Varamaðurinn, Þórir Guðjónsson, minnkaði muninn undir lokin en nær komust þeir ekki og mikilvægur sigur nýliðanna í höfn. Sigurinn verður enn athyglisverðari er litið er á tölfræði leiksins frá tölfræðiveitunni InStat. HK átti í heildina sjö skot í átt að marki Blika og þrjú þeirra fóru á markið. Tvö þeirra enduðu í netinu. Blikarnir skutu hins vegar og skutu. Þeir áttu samtals 25 skot en einungis sex af þeim rötuðu á markið. Arnar Freyr Ólafsson stóð vaktina vel í marki HK en það var einungis skalli Þóris Guðjónssonar sem rataði í netið. Heimamenn í Breiðablik voru einnig mun meira með boltann. Þeir voru 60% með boltann en HK 40%. Það sást einnig í fjölda heppnaðra sendinga en Breiðablik náði að gefa boltann 444 sinnum á milli sín en HK 193 sinnum. Blikarnir unnu líka 71 prósent af tæklingum sínum í leiknum og unnu líka 67 prósent af öllum skallaeinvígum. Með öðrum orðum þeir voru með mikla yfirburði í tölfræðinni. Sú eina tölfræði sem skiptir þó raunverulega máli eru mörk skoruð og þar höfðu HK-ingar betur. Þeir eru komnir með ellefu stig en eru þó enn í ellefta sætinu. Blikarnir eru nú sjö stigum á eftir toppliði KR og róðurinn þyngist hjá þeim í toppbaráttunni.Leikur Breiðabkliks og HK í tölum:Skot í leiknum: Breiðablik +18 (25-7)Tími með boltann: Breiðablik +20% (60%-40%)Heppnaðar sendingar: Breiðablik +251 (444-193)Unnin skallaeinvígi: Breiðablik +23 (46-23)Unnin samstuð: Breiðablik +34 (114-80)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aron Bjarnason fer frá Breiðablik 20. júlí Þróttarinn uppaldi er á leið til Ungverjalands. 7. júlí 2019 18:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - HK 1-2 │Atli afgreiddi Breiðablik KR er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir tap Blika í kvöld og HK er komið lengra frá botninum. 7. júlí 2019 22:15 Ágúst: Þeir byrjuðu ekki þennan leik og það var mín ákvörðun Var ósammála blaðamanni um að leikurinn hafi spilast svipað og fyrri leikurinn. 7. júlí 2019 21:51 Brynjar Björn: Allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum Brynjar Björn Gunnarsson var stoltur af sínum drengjum í kvöld. 7. júlí 2019 21:33 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Aron Bjarnason fer frá Breiðablik 20. júlí Þróttarinn uppaldi er á leið til Ungverjalands. 7. júlí 2019 18:59
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - HK 1-2 │Atli afgreiddi Breiðablik KR er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir tap Blika í kvöld og HK er komið lengra frá botninum. 7. júlí 2019 22:15
Ágúst: Þeir byrjuðu ekki þennan leik og það var mín ákvörðun Var ósammála blaðamanni um að leikurinn hafi spilast svipað og fyrri leikurinn. 7. júlí 2019 21:51
Brynjar Björn: Allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum Brynjar Björn Gunnarsson var stoltur af sínum drengjum í kvöld. 7. júlí 2019 21:33