Íslenski boltinn

HK þurfti bara þrjú skot á markið til þess að vinna Breiðablik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atli Arnarson skorar fyrsta markið.
Atli Arnarson skorar fyrsta markið. vísir/bára
HK vann 2-1 sigur á Breiðablik í Kópavogsslag í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi en liðin mættust á Kópavogsvelli.

Atli Arnarson skoraði bæði mörk HK en þeir hvítu og rauðu komust í 2-0 forystu í leiknum. Varamaðurinn, Þórir Guðjónsson, minnkaði muninn undir lokin en nær komust þeir ekki og mikilvægur sigur nýliðanna í höfn.

Sigurinn verður enn athyglisverðari er litið er á tölfræði leiksins frá tölfræðiveitunni InStat. HK átti í heildina sjö skot í átt að marki Blika og þrjú þeirra fóru á markið. Tvö þeirra enduðu í netinu.

Blikarnir skutu hins vegar og skutu. Þeir áttu samtals 25 skot en einungis sex af þeim rötuðu á markið. Arnar Freyr Ólafsson stóð vaktina vel í marki HK en það var einungis skalli Þóris Guðjónssonar sem rataði í netið.

Heimamenn í Breiðablik voru einnig mun meira með boltann. Þeir voru 60% með boltann en HK 40%. Það sást einnig í fjölda heppnaðra sendinga en Breiðablik náði að gefa boltann 444 sinnum á milli sín en HK 193 sinnum.

Blikarnir unnu líka 71 prósent af tæklingum sínum í leiknum og unnu líka 67 prósent af öllum skallaeinvígum. Með öðrum orðum þeir voru með mikla yfirburði í tölfræðinni.

Sú eina tölfræði sem skiptir þó raunverulega máli eru mörk skoruð og þar höfðu HK-ingar betur. Þeir eru komnir með ellefu stig en eru þó enn í ellefta sætinu.

Blikarnir eru nú sjö stigum á eftir toppliði KR og róðurinn þyngist hjá þeim í toppbaráttunni.

Leikur Breiðabkliks og HK í tölum:

Skot í leiknum: Breiðablik +18 (25-7)

Tími með boltann: Breiðablik +20% (60%-40%)

Heppnaðar sendingar: Breiðablik +251 (444-193)

Unnin skallaeinvígi: Breiðablik +23 (46-23)

Unnin samstuð: Breiðablik +34 (114-80)


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.