Íslenski boltinn

Aron Bjarnason fer frá Breiðablik 20. júlí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron er á leið burt frá Blikum.
Aron er á leið burt frá Blikum. vísir/bára

Aron Bjarnason mun leika með Breiðablik fram í miðjan júlí en þetta staðfesti Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Hörð Magnússon fyrir Kópavogsslaginn.

Breiðablik og HK mætast nú klukkan 19.15 en Aron er þar í leikmannahópnum. Hann situr á varamannabekknum en hann hefur verið einn besti leikmaður Blika í sumar.

Samþykkt var tilboð í Aron frá Újpest í Ungverjalandi á dögunum en Aron hélt utan á dögunum og skoðaði aðstæður hjá félaginu. Hann hefur nú komist að samkomulagi við félagið.

Aron mun því ná báðum leikjunum gegn Vaduz í undankeppni Evrópudeildarinnar og leiknum gegn HK í kvöld. Síðan mun halda ytra til Ungverjaland og leika með Búdapestar-liðinu í vetur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.