Íslenski boltinn

Brynjar Björn: Allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brynjar Björn og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Viktor Bjarni Arnarson.
Brynjar Björn og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Viktor Bjarni Arnarson. vísir/bára
„Þetta var bara frábært, algjör snilld,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK um það hvernig sér leið eftir frækinn sigur HK gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld.

„Hrikaleg vinna sem fór í þennan leik og mikil orka. Strákarnir stóðu sig frábærlega, skorum tvö góð mörk og nýttum færin okkar mjög vel í dag. Sem við þurftum alltaf að gera. Svo var maður aðeins farinn að naga neglurnar síðustu 10 mínúturnar.“

HK glutraði niður tveggja marka forystu gegn Breiðablik í fyrri leik liðanna sem og liðið tapaði fyrir Val í síðustu umferð þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins.

Brynjar játti því að það hafi verið verulega um bekkinn þegar Blikar minnkuðu muninn.

„Arnar varði tvisvar frábærlega og það er mjög viðkvæm staða að vera 2-0 yfir. Færð eitt á þig og þá er lítið sem þarf að gerast til að leikurinn endi jafntefli. En við kláruðum þetta og ég er hrikalega ánægður með liðið í dag.“

Að lokum var Brynjar Björn spurður út í leikmannamarkaðinn og hvort HK væri á markðanum en félagaskiptaglugginn er opinn sem stendur.

„Ég held að allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum og við erum það eins og allir hinir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×