Rekinn vegna rifrilda um umboðsmann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júní 2019 09:00 Garry Monk vísir/getty Garry Monk var rekinn nokkuð óvænt frá Birmingham City í vikunni. Framkvæmdarstjóri félagsins Xuandong Ren segir ítrekuð rifrildi vegna umboðsmanna hafa orðið til þess að Monk var rekinn. Undir stjórn Monk náði Birmingham að halda sér í Championshipdeildinni þrátt fyrir að níu stig hafi verið tekin af félaginu vegna brota á fjármálareglum og að félagið hafi verið í félagsskiptabanni megnið af tímanum sem Monk var við stjórnina. Ren var í ítarlegu viðtali við The Times þar sem hann sagðist hafa átt í ítrekuðum rifrildum við Monk síðustu mánuði sem að lokum hafi orðið til þess að Monk var rekinn. Ástæða allra rifrildanna var sú að Monk vildi að umboðsmaður sinn kæmi við sögu í öllum samningaviðræðum félagsins. „Við gáfum Garry allt sem hann vildi. Það var bara eitt sem kom þessu af stað. Ég gerði honum ljóst að við vildum ekki að umboðsmaður hans væri viðriðinn hvern einasta samning,“ sagði Ren. „Ég er ekki 100 prósent viss um að hann hafi verið að reyna að vera rekinn, en ég veit að honum virtist vera nokkuð sama um starf sitt.“ Monk tók við Birmingham í mars á síðasta ári. Hann hefur áður þjálfað Middlesbrough, Leeds og Swansea. „Það breyttist allt þegar félagsskiptabanninu var aflétt. Garry vildi umboðsmann sinn inni í öllum samningum, sem var ekki eitthvað sem við gátum samþykkt. Við erum engir vitleysingar, við vitum hvernig fótboltinn virkar, en þetta er ekki vinnuhættir sem við vildum vinna undir.“ „Mér kemur vel við umboðsmanninn hans, James Featherstone, en ég vildi hann ekki inni í öllum samningum.“ Heimildarmaður nátengdur Monk sagði ekkert til í þessum ásökunum og benti á að Featherstone hafi áður verið inni í samningaviðræðum hjá Birmingham áður en Monk tók við. Annars vildu talsmenn Monk ekki tjá sig við Times um málið. Enski boltinn Tengdar fréttir Monk rekinn frá Birmingham Garry Monk er ekki lengur knattspyrnustjóri Birmingham City sem endaði í 17. sæti ensku B-deildarinnar á síðasta tímabili. 18. júní 2019 16:06 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Garry Monk var rekinn nokkuð óvænt frá Birmingham City í vikunni. Framkvæmdarstjóri félagsins Xuandong Ren segir ítrekuð rifrildi vegna umboðsmanna hafa orðið til þess að Monk var rekinn. Undir stjórn Monk náði Birmingham að halda sér í Championshipdeildinni þrátt fyrir að níu stig hafi verið tekin af félaginu vegna brota á fjármálareglum og að félagið hafi verið í félagsskiptabanni megnið af tímanum sem Monk var við stjórnina. Ren var í ítarlegu viðtali við The Times þar sem hann sagðist hafa átt í ítrekuðum rifrildum við Monk síðustu mánuði sem að lokum hafi orðið til þess að Monk var rekinn. Ástæða allra rifrildanna var sú að Monk vildi að umboðsmaður sinn kæmi við sögu í öllum samningaviðræðum félagsins. „Við gáfum Garry allt sem hann vildi. Það var bara eitt sem kom þessu af stað. Ég gerði honum ljóst að við vildum ekki að umboðsmaður hans væri viðriðinn hvern einasta samning,“ sagði Ren. „Ég er ekki 100 prósent viss um að hann hafi verið að reyna að vera rekinn, en ég veit að honum virtist vera nokkuð sama um starf sitt.“ Monk tók við Birmingham í mars á síðasta ári. Hann hefur áður þjálfað Middlesbrough, Leeds og Swansea. „Það breyttist allt þegar félagsskiptabanninu var aflétt. Garry vildi umboðsmann sinn inni í öllum samningum, sem var ekki eitthvað sem við gátum samþykkt. Við erum engir vitleysingar, við vitum hvernig fótboltinn virkar, en þetta er ekki vinnuhættir sem við vildum vinna undir.“ „Mér kemur vel við umboðsmanninn hans, James Featherstone, en ég vildi hann ekki inni í öllum samningum.“ Heimildarmaður nátengdur Monk sagði ekkert til í þessum ásökunum og benti á að Featherstone hafi áður verið inni í samningaviðræðum hjá Birmingham áður en Monk tók við. Annars vildu talsmenn Monk ekki tjá sig við Times um málið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Monk rekinn frá Birmingham Garry Monk er ekki lengur knattspyrnustjóri Birmingham City sem endaði í 17. sæti ensku B-deildarinnar á síðasta tímabili. 18. júní 2019 16:06 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Monk rekinn frá Birmingham Garry Monk er ekki lengur knattspyrnustjóri Birmingham City sem endaði í 17. sæti ensku B-deildarinnar á síðasta tímabili. 18. júní 2019 16:06