Enski boltinn

Monk rekinn frá Birmingham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Monk stýrði Birmingham í rúmt ár.
Monk stýrði Birmingham í rúmt ár. vísir/getty
Garry Monk hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra enska B-deildarliðsins Birmingham City.

Monk tók við Birmingham í mars 2018. Liðið endaði í 17. sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili.

Mikill óstöðugleiki hefur einkennt síðustu ár hjá Birmingham en síðan 2011 hefur félagið haft sjö stjóra.

Pep Clotet tekur við Birmingham til bráðabirgða, eða þar til félagið finnur nýjan stjóra. Birmingham hefur leikið í B-deildinni síðan 2011.

Monk var áður við stjórnvölinn hjá Swansea City, Leeds United og Middlesbrough.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×