Enski boltinn

Cech kominn í vinnu hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cech eftir sinn síðasta fótboltaleik.
Cech eftir sinn síðasta fótboltaleik. vísir/getty

Chelsea staðfesti í dag að félagið væri búið að ráða fyrrum markvörð félagsins, Petr Cech, sem ráðgjafa. Þessi ráðning hefur legið lengi í loftinu.

Hinn 37 ára gamli Cech er nýbúinn að leggja hanskana á hilluna. Hans síðasti leikur var með Arsenal gegn Chelsea í úrslitum Evrópudeildarinnar. Sá leikur þótti óþægilegur fyrir hann enda hafði þá lekið út að hann væri á leið í vinnu hjá Chelsea.

Cech spilaði í ellefu ár með Chelsea og vann á þeim tíma þrettán titla með félaginu. Þar af fjóra Englandsmeistaratitila og Meistaradeildina einu sinni.

Hann fór yfir til Arsenal árið 2015 og spilaði með Skyttunum þar til hann lagði skóna á hilluna á dögunum.

Tékkinn verður sérstakur ráðgjafi á öllum sviðum fótboltans. Þar sem talið er að hægt sé að bæta frammistöðu manna þá verður Cech mættur. Félagið vill nýta hans miklu reynslu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.