Enski boltinn

Cech kominn í vinnu hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cech eftir sinn síðasta fótboltaleik.
Cech eftir sinn síðasta fótboltaleik. vísir/getty
Chelsea staðfesti í dag að félagið væri búið að ráða fyrrum markvörð félagsins, Petr Cech, sem ráðgjafa. Þessi ráðning hefur legið lengi í loftinu.

Hinn 37 ára gamli Cech er nýbúinn að leggja hanskana á hilluna. Hans síðasti leikur var með Arsenal gegn Chelsea í úrslitum Evrópudeildarinnar. Sá leikur þótti óþægilegur fyrir hann enda hafði þá lekið út að hann væri á leið í vinnu hjá Chelsea.

Cech spilaði í ellefu ár með Chelsea og vann á þeim tíma þrettán titla með félaginu. Þar af fjóra Englandsmeistaratitila og Meistaradeildina einu sinni.

Hann fór yfir til Arsenal árið 2015 og spilaði með Skyttunum þar til hann lagði skóna á hilluna á dögunum.

Tékkinn verður sérstakur ráðgjafi á öllum sviðum fótboltans. Þar sem talið er að hægt sé að bæta frammistöðu manna þá verður Cech mættur. Félagið vill nýta hans miklu reynslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×