Enski boltinn

Roy Keane yfirgefur Forest eftir fimm mánuði í starfi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Keane var aðstoðarþjálfari írska landsliðsins um fimm ára skeið
Keane var aðstoðarþjálfari írska landsliðsins um fimm ára skeið vísir/getty
Manchester United goðsögnin Roy Keane hefur sagt upp störfum sem aðstoðarþjálfari enska B-deildarliðsins Nottingham Forest en félagið greindi frá þessu á heimasíðu sinni í dag.Þar er Keane þakkað fyrir góð störf í þágu félagsins og virðist hann hafa kvatt félagið í góðu sem hefur ekki alltaf verið raunin á stormasömum ferli þessa blóðheita Íra.Keane gerði garðinn frægan með Nottingham Forest sem leikmaður á árum áður, áður en hann gekk í raðir Manchester United þar sem hann átti stórglæsilegan feril sem fyrirliði félagsins. Martin O´Neill, stjóri Forest, fékk Keane til aðstoðar við sig í byrjun árs og staldrar Keane því stutt við.Samkvæmt heimildum SkySports er ástæðan fyrir brotthvarfi Keane sú að hann vill snúa sér aftur að því að vera aðalþjálfari en Keane hefur ekki starfað sem slíkur síðan hann stýrði Ipswich Town frá 2009-2011 en áður hafði hann verið knattspyrnustjóri Sunderland frá 2006-2008.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.