Enski boltinn

Mata tók á sig ríflega launalækkun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mata hefur leikið með Manchester United síðan 2014.
Mata hefur leikið með Manchester United síðan 2014. vísir/getty

Juan Mata tók á sig launalækkun til að fá nýjan samning hjá Manchester United.

Hinn 31 árs Mata skrifaði undir tveggja ára samning við United í síðustu viku með möguleika á eins árs framlengingu.

Til að fá tveggja ára samning tók Mata á sig launalækkun upp á 45.000 pund á viku.

Mata var með 180.000 pund í vikulaun en verður núna með 135.000 pund í laun á viku. Þrátt fyrir launalækkunina ætti hann þó ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að eiga ekki salt í grautinn.

United keypti Mata frá Chelsea í janúar 2014. Hann hefur unnið þrjá stóra titla sem leikmaður United.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.