Enski boltinn

Wijnaldum segir Liverpool í stöðugri framþróun og ræddi magnaðan Van Dijk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wijnaldum lyftir Evrópubikarnum.
Wijnaldum lyftir Evrópubikarnum. vísir/getty
Georginio Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, segir að sigurleikirnir á síðasta tímabili, í leikjum sem voru liðinu erfiðir, lýsi framþróun félagsins.Liverpool hefur ekki unnið marga stóra titla undanfarin ár en náði í gullið í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Þeir enduðu svo einu stigi á eftir City í úrvalsdeildinni.Hollendingurinn segir að félagið sé í stöðugri framþróun og erfiðu leikirnir á síðustu leiktíð þar sem liðið hafði þrjú stig séu leikir sem félagið hafði ekki unnið fyrir einhverjum árum.„Við höfum þróast mikið. Þú getur séð það, ekki bara á úrslitunum, heldur einnig hvernig við erum að spila. Við bættum okkur á síðustu leiktíð,“ sagði Wijnaldum við heimasíðu Liverpool.„Við byrjuðum mjög vel og unnum erfiða leiki sem höfðu verið okkur erfiðir. Við lærðum mikið á síðustu leiktíð og allir leikmennirnir eru betri leikmenn en þeir voru áður.“Van Dijk er samherji Wijnaldum í Liverpool og hollenska landsliðinu. Van Dijk var stórkostlegur á síðustu leiktíð og Wijnaldum segir að hann sé alltaf að bæta sig.„Það sem hreif mig mest með Virgil er hans stöðugleiki, hann gerir varla mistök. Hann bætti sig mikið hjá Celtic og Southampton og hjá Liverpool gerði hann það einnig.“„Leikmennirnir sem spila með honum verða betri; varnarmennirnir við hliðina á honum verða betri, leikmennirnir fyrir framan hann verða betri því þegar þú spilar og veist af honum bakvið þig, þá líður þér vel.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.