Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 13:40 Frá samkomu nýnasista í Ostritz í apríl í fyrra. Þá fögnuðu þeir afmæli Adolfs Hitler, nasistaforingjans alræmda. Vísir/EPA Íbúar þýska bæjarins Ostritz tóku höndum saman um að kaupa upp bjórbirgðir stórmarkaða bæjarins til að koma í veg fyrir að gestir á tónlistarhátíð nýnasista kæmust í kringum áfengisbann sem var lagt á hátíðina. Lögreglan í Ostritz lagði hald á 4.200 lítra af bjór á föstudag og tvö hundruð til viðbótar á laugardag. Dómstóll í Dresden hafði lagt áfengisbann á hátíðina „Sverð og skjöldur“ sem hópur nýnasista stóð fyrir um helgina. Taldi hann augljóst að atburðurinn væri herskárr og hætta væri á að áfengisneysla yki líkurnar á ofbeldi.Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC keyptu íbúar í Ostritz meira en tvö hundruð kassa af bjór í matvælaverslunum bæjarins til að koma í veg fyrir að nýnasistarnir gætu leitað þangað til að svala bjórþorsta sínum. Um tvö þúsund bæjarbúar komu einnig saman til að mótmæla öfgahægrimönnunum.Auch heute setzen wir das Alkoholverbot in #Ostritz weiter durch. Bei Vorkontrollen konnten wir bisher mehr als 200 Liter sicherstellen. pic.twitter.com/fIg1B4XKkx— Polizei Sachsen (@PolizeiSachsen) June 22, 2019 „Við vildum þurrka upp nasistana. Við hugsuðum að ef áfengisbann er yfirvofandi þá skulum við tæma hillurnar í stórmarkaðinum,“ segir Georg Salditt, einn skipuleggjenda aðgerðanna í Ostritz. Um 500-600 manns eru sagðir hafa mætt á tónlistarhátíðina. Lögreglan var með mikinn viðbúnað en hátíðin er sögð hafa farið að mestu vel fram. Ostritz er nærri landamærunum að Póllandi og er þekkt fyrir starfsemi hægriöfgamanna. Þýskaland Tengdar fréttir Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56 Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. 17. júní 2019 19:31 Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Rússar virðasta hafa talið að þeir gætu haft þá verðandi þingmann hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í vasanum. 5. apríl 2019 14:48 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sjá meira
Íbúar þýska bæjarins Ostritz tóku höndum saman um að kaupa upp bjórbirgðir stórmarkaða bæjarins til að koma í veg fyrir að gestir á tónlistarhátíð nýnasista kæmust í kringum áfengisbann sem var lagt á hátíðina. Lögreglan í Ostritz lagði hald á 4.200 lítra af bjór á föstudag og tvö hundruð til viðbótar á laugardag. Dómstóll í Dresden hafði lagt áfengisbann á hátíðina „Sverð og skjöldur“ sem hópur nýnasista stóð fyrir um helgina. Taldi hann augljóst að atburðurinn væri herskárr og hætta væri á að áfengisneysla yki líkurnar á ofbeldi.Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC keyptu íbúar í Ostritz meira en tvö hundruð kassa af bjór í matvælaverslunum bæjarins til að koma í veg fyrir að nýnasistarnir gætu leitað þangað til að svala bjórþorsta sínum. Um tvö þúsund bæjarbúar komu einnig saman til að mótmæla öfgahægrimönnunum.Auch heute setzen wir das Alkoholverbot in #Ostritz weiter durch. Bei Vorkontrollen konnten wir bisher mehr als 200 Liter sicherstellen. pic.twitter.com/fIg1B4XKkx— Polizei Sachsen (@PolizeiSachsen) June 22, 2019 „Við vildum þurrka upp nasistana. Við hugsuðum að ef áfengisbann er yfirvofandi þá skulum við tæma hillurnar í stórmarkaðinum,“ segir Georg Salditt, einn skipuleggjenda aðgerðanna í Ostritz. Um 500-600 manns eru sagðir hafa mætt á tónlistarhátíðina. Lögreglan var með mikinn viðbúnað en hátíðin er sögð hafa farið að mestu vel fram. Ostritz er nærri landamærunum að Póllandi og er þekkt fyrir starfsemi hægriöfgamanna.
Þýskaland Tengdar fréttir Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56 Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. 17. júní 2019 19:31 Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Rússar virðasta hafa talið að þeir gætu haft þá verðandi þingmann hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í vasanum. 5. apríl 2019 14:48 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sjá meira
Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56
Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. 17. júní 2019 19:31
Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Rússar virðasta hafa talið að þeir gætu haft þá verðandi þingmann hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í vasanum. 5. apríl 2019 14:48