Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2019 14:48 Frohnmaier var kjörinn á þing í september árið 2017. Rússnesku skjölin eru frá því í apríl sama ár. Vísir/EPA Skjöl sem fóru á milli rússnesk fyrrverandi þingmanns og háttsetts embættismanns í ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta Rússlands benda til þess að Rússar hafi talið sig geta stjórnað algerlega núverandi þingmanni þýska hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD). Markus Frohnmaier var kjörinn á þing fyrir AfD í september árið 2017. Hann hefur ítrekað gagnrýnt refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi, heimsótt Krímskaga og austurhluta Úkraínu sem er á valdi uppreisnarmanna hliðhollum Rússum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsókn BBC, þýska tímaritsins Der Spiegel, þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF og ítalska dagblaðsins La Repubblica á gögnum sem samtök á vegum Mikhails Khódorkovskí, rússnesks fyrrverandi ólígarka, grófu upp er sögð varpa ljósi á tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á vestræn stjórnmál. Skjalið sem fjölmiðlarnir komust yfir virðist vera lýsing á þeim tilraunum frá því í apríl árið 2017. Í því kemur fram að Frohnmaier geti verið „algerlega stjórnað“ af Rússum, hjálpi þeir honum að vinna sæti á þýska sambandsþinginu. Sendandinn var Petr Mremyak, fyrrverandi leyniþjónustumaður og fyrrveraandi þingmaður í efri deild rússneska þingsins, til Sergeis Sokolov, háttsetts embættismanns í stjórn Pútín.Segir skjalið falsað Ekki liggur fyrir hvort að rússnesk stjórnvöld hafi fylgt því eftir og stutt framboð Frohnmaier sem segist sjálfur ekkert kannast við skjalið. „Ég held að þetta sé falsað skjal,“ sagði hann. BBC segist hafa séð annað skjal: bréf þar sem svo virðist sem að beðið sé um aðstoð fyrir hönd framboðs Frohnmaier. Þar sé beðið um „efnislega aðstoð“ auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun í Rússlandi gæti verið frambjóðandanum hjálpleg. Í staðinn myndi Frohnmaier tala um mikilvægt góðra samskipta við Rússland, refsiaðgerðir og afskipti Evrópusambandsins af rússneskum stjórnmálum í kosningabaráttu sinni. Lögmenn þingmannsins neita því að hann hafi beðið um eða notið nokkurrar aðstoðar og að hann hafi ekki verið undir stjórn nokkurs. Rússland Þýskaland Tengdar fréttir AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33 Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Skjöl sem fóru á milli rússnesk fyrrverandi þingmanns og háttsetts embættismanns í ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta Rússlands benda til þess að Rússar hafi talið sig geta stjórnað algerlega núverandi þingmanni þýska hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD). Markus Frohnmaier var kjörinn á þing fyrir AfD í september árið 2017. Hann hefur ítrekað gagnrýnt refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi, heimsótt Krímskaga og austurhluta Úkraínu sem er á valdi uppreisnarmanna hliðhollum Rússum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsókn BBC, þýska tímaritsins Der Spiegel, þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF og ítalska dagblaðsins La Repubblica á gögnum sem samtök á vegum Mikhails Khódorkovskí, rússnesks fyrrverandi ólígarka, grófu upp er sögð varpa ljósi á tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á vestræn stjórnmál. Skjalið sem fjölmiðlarnir komust yfir virðist vera lýsing á þeim tilraunum frá því í apríl árið 2017. Í því kemur fram að Frohnmaier geti verið „algerlega stjórnað“ af Rússum, hjálpi þeir honum að vinna sæti á þýska sambandsþinginu. Sendandinn var Petr Mremyak, fyrrverandi leyniþjónustumaður og fyrrveraandi þingmaður í efri deild rússneska þingsins, til Sergeis Sokolov, háttsetts embættismanns í stjórn Pútín.Segir skjalið falsað Ekki liggur fyrir hvort að rússnesk stjórnvöld hafi fylgt því eftir og stutt framboð Frohnmaier sem segist sjálfur ekkert kannast við skjalið. „Ég held að þetta sé falsað skjal,“ sagði hann. BBC segist hafa séð annað skjal: bréf þar sem svo virðist sem að beðið sé um aðstoð fyrir hönd framboðs Frohnmaier. Þar sé beðið um „efnislega aðstoð“ auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun í Rússlandi gæti verið frambjóðandanum hjálpleg. Í staðinn myndi Frohnmaier tala um mikilvægt góðra samskipta við Rússland, refsiaðgerðir og afskipti Evrópusambandsins af rússneskum stjórnmálum í kosningabaráttu sinni. Lögmenn þingmannsins neita því að hann hafi beðið um eða notið nokkurrar aðstoðar og að hann hafi ekki verið undir stjórn nokkurs.
Rússland Þýskaland Tengdar fréttir AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33 Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38
Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26
Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33
Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08