BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 08:25 Áhrifavaldar leggja margir ýmislegt á sig fyrir hina fullkomnu sjálfu. Vísir/Getty Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. Í umfjölluninni er m.a. fjallað um nýlega heimsókn rússnesku Instagram-stjörnunnar Alexander Tikhomirov, sem nú í júní gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Í hálftímalöngu myndbandi Tikhomirov frá Íslandsreisunni sést m.a. þegar hann greiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaakstursins en svo virðist sem hann hafi tekið samskipti sín við lögreglu upp í laumi.Ölvunarakstur, umhverfisspjöll og drónar Málið vakti töluverða reiði meðal Íslendinga, líkt og minnst er á í umfjöllun BBC. Í því samhengi er t.d. rætt um sérstaka Facebook- og Instagram-reikninga þar sem pirraðir Íslendingar birta myndir, frásagnir og myndbönd af óæskilegri hegðun ferðamanna. Áhrifavaldarnir hafi til dæmis orðið uppvísir að drykkjulátum á almannafæri, ölvunarakstri, umhverfisspjöllum og ólöglegu drónaflugi, svo fátt eitt sé nefnt. Til að sporna við óæskilegri hegðun ferðamanna hafi verið hrint af stað herferðum og vísar BBC til að mynda í vefsíðu Visit Iceland. Þar séu ferðamenn hvattir til ábyrgrar hegðunar í náttúru landsins, sérstaklega þegar kemur að utanvegaakstri og hinum viðkvæma mosa. Þá er fjallað um „ferðamannaeiðinn“ svokallaða, sem aðgengilegur er á vefsíðu Visit Iceland og ferðamenn eru hvattir til að skrifa undir við komuna hingað til lands. Þar eru þeir hvattir til að stofna lífi sínu ekki í hættu fyrir Instagram-færslu, ganga ekki örna sinna hvar sem er og bera virðingu fyrir náttúru landsins.Ferðamönnum hefur fjölgað hratt á Íslandi undanfarin ár.Vísir/VilhelmÍslenskir fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um gáleysi ferðamanna hér á landi síðustu ár. Utanvegaakstur á borð við þann sem rússneska samfélagsmiðlastjarnan var staðinn að hefur þar verið veigamikill. Þannig vakti það nokkra lukku þegar skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum lét tvo kínverska ferðamenn, sem hann kom að í utanvegaakstri á svæðinu, raka yfir hjólförin í tvo klukkutíma. Aðrir hafa þurft að reiða fram fúlgur fjár í sekt fyrir utanvegaakstur, til dæmis sex franskir ferðamenn við Þríhyrningsá í fyrra og þá var annar hópur staðinn að því sama á Dyrhólaey sama ár.Erkiáhrifavaldurinn Justin Bieber Í umfjöllun BBC er rætt við Pál Jökul Pétursson, sem ferðast með erlenda ljósmyndara um Ísland. Hann segist standa í þeirri trú að áhrifavaldar á Instagram, sem sæki Ísland heim, séu bæði góðir og slæmir. „Þeir slæmu trekkja oft að slæmu gestina með því að sýna af sér glæfralega hegðun og brjóta reglurnar, og aðrir fá þá á tilfinninguna að það þurfi ekki að fara eftir reglum á Íslandi, eins og til dæmis að aka utan vega,“ segir Páll, sem kveðst hafa séð ferðamenn haga sér í senn hættulega og dónalega. „Eins og að klifra yfir grindverk til að standa á klettabrún, aðeins til þess að ná sjálfu á Instagram.“ Páll leggur jafnframt áherslu á að „góðu“ áhrifavaldarnir leggi sig fram við að merkja ekki staði í færslum sínum sem eru úr alfaraleið til að vernda þá fyrir ágangi ferðamanna. Þekkt er að ferðamannastaðir á Íslandi, jafnvel lítt þekktir, hafi farið illa út úr slíkum ágangi. Þannig má nefna erkiáhrifavaldinn og söngvarann Justin Bieber sem hafði Fjaðrárgljúfur í aðalhlutverki í tónlistarmyndbandi við lag sitt I‘ll Show You. Fjöldi fólks hefur síðan lagt leið sína í gljúfrið en Umhverfisstofnun birti í mars síðastliðnum myndir af svæðinu, þar sem sjá má sláandi mun á tiltekinni klettasnös sem Bieber stendur á í myndbandinu. Þar hafði reglum greinilega ekki verið fylgt til hins ítrasta og tölvuert verið gengið út af vegslóðum. Loka þurfti svæðinu um tíma vegna skemmda en opnað var fyrir umferð um það á ný í lok maí. Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Rússinn með falda myndavél þegar hann greiddi sektina á lögreglustöðinni Rússneska Instagram-stjarnan Alexander Tikhomirov hefur birt um hálftíma langt myndband frá Íslandsreisu sinni fyrr í mánuðinum en í ferðinni gerðist hann sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. 19. júní 2019 13:45 Fjórir lögreglumenn sendir í Bása vegna hótana ferðamanns Tóku hann með sér til byggða. 10. júní 2019 13:39 Bíll flaut niður Krossá og hafnaði á göngubrú Erlent par á ferð um Þórsmörk komst heldur betur í hann krappann í dag þegar þau hugðust þvera Krossá á bifreið sinni, í stað þess að komast klakklaust yfir var dýptin mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir og tók bíllinn að fljóta niður eftir ánni þar til að hann hafnaði á göngubrú yfir ána. 23. júní 2019 22:05 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. Í umfjölluninni er m.a. fjallað um nýlega heimsókn rússnesku Instagram-stjörnunnar Alexander Tikhomirov, sem nú í júní gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Í hálftímalöngu myndbandi Tikhomirov frá Íslandsreisunni sést m.a. þegar hann greiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaakstursins en svo virðist sem hann hafi tekið samskipti sín við lögreglu upp í laumi.Ölvunarakstur, umhverfisspjöll og drónar Málið vakti töluverða reiði meðal Íslendinga, líkt og minnst er á í umfjöllun BBC. Í því samhengi er t.d. rætt um sérstaka Facebook- og Instagram-reikninga þar sem pirraðir Íslendingar birta myndir, frásagnir og myndbönd af óæskilegri hegðun ferðamanna. Áhrifavaldarnir hafi til dæmis orðið uppvísir að drykkjulátum á almannafæri, ölvunarakstri, umhverfisspjöllum og ólöglegu drónaflugi, svo fátt eitt sé nefnt. Til að sporna við óæskilegri hegðun ferðamanna hafi verið hrint af stað herferðum og vísar BBC til að mynda í vefsíðu Visit Iceland. Þar séu ferðamenn hvattir til ábyrgrar hegðunar í náttúru landsins, sérstaklega þegar kemur að utanvegaakstri og hinum viðkvæma mosa. Þá er fjallað um „ferðamannaeiðinn“ svokallaða, sem aðgengilegur er á vefsíðu Visit Iceland og ferðamenn eru hvattir til að skrifa undir við komuna hingað til lands. Þar eru þeir hvattir til að stofna lífi sínu ekki í hættu fyrir Instagram-færslu, ganga ekki örna sinna hvar sem er og bera virðingu fyrir náttúru landsins.Ferðamönnum hefur fjölgað hratt á Íslandi undanfarin ár.Vísir/VilhelmÍslenskir fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um gáleysi ferðamanna hér á landi síðustu ár. Utanvegaakstur á borð við þann sem rússneska samfélagsmiðlastjarnan var staðinn að hefur þar verið veigamikill. Þannig vakti það nokkra lukku þegar skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum lét tvo kínverska ferðamenn, sem hann kom að í utanvegaakstri á svæðinu, raka yfir hjólförin í tvo klukkutíma. Aðrir hafa þurft að reiða fram fúlgur fjár í sekt fyrir utanvegaakstur, til dæmis sex franskir ferðamenn við Þríhyrningsá í fyrra og þá var annar hópur staðinn að því sama á Dyrhólaey sama ár.Erkiáhrifavaldurinn Justin Bieber Í umfjöllun BBC er rætt við Pál Jökul Pétursson, sem ferðast með erlenda ljósmyndara um Ísland. Hann segist standa í þeirri trú að áhrifavaldar á Instagram, sem sæki Ísland heim, séu bæði góðir og slæmir. „Þeir slæmu trekkja oft að slæmu gestina með því að sýna af sér glæfralega hegðun og brjóta reglurnar, og aðrir fá þá á tilfinninguna að það þurfi ekki að fara eftir reglum á Íslandi, eins og til dæmis að aka utan vega,“ segir Páll, sem kveðst hafa séð ferðamenn haga sér í senn hættulega og dónalega. „Eins og að klifra yfir grindverk til að standa á klettabrún, aðeins til þess að ná sjálfu á Instagram.“ Páll leggur jafnframt áherslu á að „góðu“ áhrifavaldarnir leggi sig fram við að merkja ekki staði í færslum sínum sem eru úr alfaraleið til að vernda þá fyrir ágangi ferðamanna. Þekkt er að ferðamannastaðir á Íslandi, jafnvel lítt þekktir, hafi farið illa út úr slíkum ágangi. Þannig má nefna erkiáhrifavaldinn og söngvarann Justin Bieber sem hafði Fjaðrárgljúfur í aðalhlutverki í tónlistarmyndbandi við lag sitt I‘ll Show You. Fjöldi fólks hefur síðan lagt leið sína í gljúfrið en Umhverfisstofnun birti í mars síðastliðnum myndir af svæðinu, þar sem sjá má sláandi mun á tiltekinni klettasnös sem Bieber stendur á í myndbandinu. Þar hafði reglum greinilega ekki verið fylgt til hins ítrasta og tölvuert verið gengið út af vegslóðum. Loka þurfti svæðinu um tíma vegna skemmda en opnað var fyrir umferð um það á ný í lok maí.
Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Rússinn með falda myndavél þegar hann greiddi sektina á lögreglustöðinni Rússneska Instagram-stjarnan Alexander Tikhomirov hefur birt um hálftíma langt myndband frá Íslandsreisu sinni fyrr í mánuðinum en í ferðinni gerðist hann sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. 19. júní 2019 13:45 Fjórir lögreglumenn sendir í Bása vegna hótana ferðamanns Tóku hann með sér til byggða. 10. júní 2019 13:39 Bíll flaut niður Krossá og hafnaði á göngubrú Erlent par á ferð um Þórsmörk komst heldur betur í hann krappann í dag þegar þau hugðust þvera Krossá á bifreið sinni, í stað þess að komast klakklaust yfir var dýptin mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir og tók bíllinn að fljóta niður eftir ánni þar til að hann hafnaði á göngubrú yfir ána. 23. júní 2019 22:05 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Rússinn með falda myndavél þegar hann greiddi sektina á lögreglustöðinni Rússneska Instagram-stjarnan Alexander Tikhomirov hefur birt um hálftíma langt myndband frá Íslandsreisu sinni fyrr í mánuðinum en í ferðinni gerðist hann sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. 19. júní 2019 13:45
Fjórir lögreglumenn sendir í Bása vegna hótana ferðamanns Tóku hann með sér til byggða. 10. júní 2019 13:39
Bíll flaut niður Krossá og hafnaði á göngubrú Erlent par á ferð um Þórsmörk komst heldur betur í hann krappann í dag þegar þau hugðust þvera Krossá á bifreið sinni, í stað þess að komast klakklaust yfir var dýptin mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir og tók bíllinn að fljóta niður eftir ánni þar til að hann hafnaði á göngubrú yfir ána. 23. júní 2019 22:05