Rússinn með falda myndavél þegar hann greiddi sektina á lögreglustöðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2019 13:45 Skjáskot úr myndbandi Rússans sem sýnir ýmislegt úr Íslandsreisu hans, meðal annars þegar hann greiddi sektina á lögreglustöðinni á Akureyri. Rússneska Instagram-stjarnan Alexander Tikhomirov hefur birt um hálftíma langt myndband frá Íslandsreisu sinni fyrr í mánuðinum en í ferðinni gerðist hann sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Myndbandið birtir Tikhomirov á Youtube undir yfirskriftinni „Rússneskur gulldrengur gerir allt vitlaust á Íslandi.“ Í myndbandinu má meðal annars sjá utanvegaaskturinn, samskipti Rússans við lögreglu í kjölfarið og þegar Toyota Land Cruiser-jeppinn sem hann ók var dreginn upp úr flaginu þar sem hann sat pikkfastur. Þá er ekki að sjá annað en að Tikhomirov hafi tekið það upp í laumi, verið í raun með falda myndavél, þegar hann greiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegakstursins á lögreglustöðinni á Akureyri. Þetta má sjá þegar um 20 mínútur og 15 sekúndur eru liðnar af myndbandinu.Segist ekki vilja borga landeigendum Myndbandið er á rússnesku en á meðal þess sem Tikhomirov segir í því er að landeigendur hafi krafið hann um 15 þúsund dollara vegna utanvegaakstursins eða sem samsvarar um 1,9 milljónum króna. Vísir hefur áður greint frá þeirri kröfu landeigenda á hendur Tikhomirov vegna skemmdanna. Í myndbandinu segir Rússinn að hann vilji ekki greiða þá fjárhæð vegna þess að hann sé nú þegar búinn að greiða 450 þúsund krónur í sekt til lögreglu og svo um 150 þúsund krónur fyrir að draga bílinn. Ein af konunum sem voru svo á ferðalagi með Tikhomirov hér segir svo síðar í myndbandinu: „Ég skil hvers vegna viðurlögin eru svona ströng því Íslendingar elska augljóslega landið sitt. En ég skammast mín ekki því það voru engin viðvörunarskilti sem bönnuðu akstur. Svo hvernig áttum við að vita þetta?“ Flestar athugasemdirnar við myndbandið eru á rússnesku og er Tikhomirov þar sagt til syndanna fyrir að gæta ekki að reglum hér á landi og fylgja ekki lögum. Auk sektarinnar sætti Tikhomirov mikilli gagnrýni fyrir náttúruspjöllin, meðal annars af landeigendum í Mývatnssveit. Tikhomirov tjáði sig um atvikið og sagðist hann þá ekki hafa gert sér grein fyrir því að utanvegaakstur væri ólöglegur hér á landi. Sagði hann hópinn sem hann var á ferðalagi með hafa orðið fyrir aðkasti vegna málsins og gagnrýndi Tikhomirov þá sem höfðu farið hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna uppátækisins. „Ykkur finnst ég vera óargardýrið? Ég tel ykkur vera óargardýrin. Hver gerir svona, hver óskar þess að við deyjum í flugferðinni eða þvíumlíkt?“ spurði hann meðal annars á Instagram-síðu sinni. Ballið var þó ekki alveg búið, ef svo má að orði komast, því nokkrum dögum síðar birti Rússinn mynd af sér þar sem hann sést stökkva niður klett við Dyrhólaey á Suðurlandi. Tikhomirov lýsti lífsskoðunum sínum við myndina og sagði þar meðal annars að án reglna væri meiri óreiða í heiminum og dánartíðni væri meiri en það væri til fólk sem gæti ekki lifað án þess að brjóta reglur. „Ekki gera þetta, ekki gera hitt, ekki labba, hér má ekki anda. Það má ekki fljúga dróna hér þú mátt ekki fara af veginum og svo framvegis,“ sagði Rússinn í færslunni. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Samfélagsmiðlar Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir „Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“ Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. 4. júní 2019 13:33 Rússinn sem spændi um Bjarnarflagið segir suma ekki geta lifað án þess að brjóta reglurnar "Ekki gera þetta, ekki gera hitt, ekki labba, hér má ekki anda. Það má ekki fljúga dróna hér þú mátt ekki fara af veginum og svo framvegis,“ þetta segir við Instagram-mynd rússnesku instagramstjörnunnar umdeildu, Alexander "Sasha“ Tikhomirov. 8. júní 2019 14:10 Utanvegaaksturinn ekki einsdæmi Alexander Tikhomirov, sem varð landsfrægur fyrir að festa Land Cruiser jeppa í aur, í Bjarnarflagi í Mývatnssveit, fyrr í mánuðinum hefur nú birt myndband af Íslandsferð sinni þar sem hann sést gera ýmsa ólöglega eða óæskilega hluti. 18. júní 2019 06:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Rússneska Instagram-stjarnan Alexander Tikhomirov hefur birt um hálftíma langt myndband frá Íslandsreisu sinni fyrr í mánuðinum en í ferðinni gerðist hann sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Myndbandið birtir Tikhomirov á Youtube undir yfirskriftinni „Rússneskur gulldrengur gerir allt vitlaust á Íslandi.“ Í myndbandinu má meðal annars sjá utanvegaaskturinn, samskipti Rússans við lögreglu í kjölfarið og þegar Toyota Land Cruiser-jeppinn sem hann ók var dreginn upp úr flaginu þar sem hann sat pikkfastur. Þá er ekki að sjá annað en að Tikhomirov hafi tekið það upp í laumi, verið í raun með falda myndavél, þegar hann greiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegakstursins á lögreglustöðinni á Akureyri. Þetta má sjá þegar um 20 mínútur og 15 sekúndur eru liðnar af myndbandinu.Segist ekki vilja borga landeigendum Myndbandið er á rússnesku en á meðal þess sem Tikhomirov segir í því er að landeigendur hafi krafið hann um 15 þúsund dollara vegna utanvegaakstursins eða sem samsvarar um 1,9 milljónum króna. Vísir hefur áður greint frá þeirri kröfu landeigenda á hendur Tikhomirov vegna skemmdanna. Í myndbandinu segir Rússinn að hann vilji ekki greiða þá fjárhæð vegna þess að hann sé nú þegar búinn að greiða 450 þúsund krónur í sekt til lögreglu og svo um 150 þúsund krónur fyrir að draga bílinn. Ein af konunum sem voru svo á ferðalagi með Tikhomirov hér segir svo síðar í myndbandinu: „Ég skil hvers vegna viðurlögin eru svona ströng því Íslendingar elska augljóslega landið sitt. En ég skammast mín ekki því það voru engin viðvörunarskilti sem bönnuðu akstur. Svo hvernig áttum við að vita þetta?“ Flestar athugasemdirnar við myndbandið eru á rússnesku og er Tikhomirov þar sagt til syndanna fyrir að gæta ekki að reglum hér á landi og fylgja ekki lögum. Auk sektarinnar sætti Tikhomirov mikilli gagnrýni fyrir náttúruspjöllin, meðal annars af landeigendum í Mývatnssveit. Tikhomirov tjáði sig um atvikið og sagðist hann þá ekki hafa gert sér grein fyrir því að utanvegaakstur væri ólöglegur hér á landi. Sagði hann hópinn sem hann var á ferðalagi með hafa orðið fyrir aðkasti vegna málsins og gagnrýndi Tikhomirov þá sem höfðu farið hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna uppátækisins. „Ykkur finnst ég vera óargardýrið? Ég tel ykkur vera óargardýrin. Hver gerir svona, hver óskar þess að við deyjum í flugferðinni eða þvíumlíkt?“ spurði hann meðal annars á Instagram-síðu sinni. Ballið var þó ekki alveg búið, ef svo má að orði komast, því nokkrum dögum síðar birti Rússinn mynd af sér þar sem hann sést stökkva niður klett við Dyrhólaey á Suðurlandi. Tikhomirov lýsti lífsskoðunum sínum við myndina og sagði þar meðal annars að án reglna væri meiri óreiða í heiminum og dánartíðni væri meiri en það væri til fólk sem gæti ekki lifað án þess að brjóta reglur. „Ekki gera þetta, ekki gera hitt, ekki labba, hér má ekki anda. Það má ekki fljúga dróna hér þú mátt ekki fara af veginum og svo framvegis,“ sagði Rússinn í færslunni.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Samfélagsmiðlar Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir „Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“ Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. 4. júní 2019 13:33 Rússinn sem spændi um Bjarnarflagið segir suma ekki geta lifað án þess að brjóta reglurnar "Ekki gera þetta, ekki gera hitt, ekki labba, hér má ekki anda. Það má ekki fljúga dróna hér þú mátt ekki fara af veginum og svo framvegis,“ þetta segir við Instagram-mynd rússnesku instagramstjörnunnar umdeildu, Alexander "Sasha“ Tikhomirov. 8. júní 2019 14:10 Utanvegaaksturinn ekki einsdæmi Alexander Tikhomirov, sem varð landsfrægur fyrir að festa Land Cruiser jeppa í aur, í Bjarnarflagi í Mývatnssveit, fyrr í mánuðinum hefur nú birt myndband af Íslandsferð sinni þar sem hann sést gera ýmsa ólöglega eða óæskilega hluti. 18. júní 2019 06:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
„Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“ Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. 4. júní 2019 13:33
Rússinn sem spændi um Bjarnarflagið segir suma ekki geta lifað án þess að brjóta reglurnar "Ekki gera þetta, ekki gera hitt, ekki labba, hér má ekki anda. Það má ekki fljúga dróna hér þú mátt ekki fara af veginum og svo framvegis,“ þetta segir við Instagram-mynd rússnesku instagramstjörnunnar umdeildu, Alexander "Sasha“ Tikhomirov. 8. júní 2019 14:10
Utanvegaaksturinn ekki einsdæmi Alexander Tikhomirov, sem varð landsfrægur fyrir að festa Land Cruiser jeppa í aur, í Bjarnarflagi í Mývatnssveit, fyrr í mánuðinum hefur nú birt myndband af Íslandsferð sinni þar sem hann sést gera ýmsa ólöglega eða óæskilega hluti. 18. júní 2019 06:00
Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15