Innlent

Dýr utanvegaakstur á Dyrhólaey

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ökumennirnir voru gripnir fyrir utanvegaakstur á svæðinu sem sést hér á myndinni.
Ökumennirnir voru gripnir fyrir utanvegaakstur á svæðinu sem sést hér á myndinni. Mynd/Já.is

Erlendir ökumenn tveggja bifreiða greiddu samtals á þriðja hundrað þúsund í sekt eftir að þeir voru gripnir við utanvegaakstur á Dyrhólaey í dag.
Höfðu þeir ekið rúmlega 100 metra utan vegar í gróðurlendi á Háey, skammt frá Dyrhólavita, að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi.

Ökumennirnir fengu viðeigandi afgreðslu fyrir brot gegn banni við akstri utan vega og greiddu sem fyrr segir samtals á þriðja hundrað þúsund í sekt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.