Innlent

Bíll flaut niður Krossá og hafnaði á göngubrú

Andri Eysteinsson skrifar
Bifreiðin er gjörónýt.
Bifreiðin er gjörónýt. Viktor Einar Vilhelmsson

Erlent par á ferð um Þórsmörk komst heldur betur í hann krappan í dag þegar það hugðist þvera Krossá á bifreið sinni. Í stað þess að komast klakklaust yfir reyndist dýptin mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Tók bílinn að fljóta niður eftir ánni þar til að hann hafnaði á göngubrú yfir ána.

Skálaverðir í Þórsmörk eru öllu vanir og voru kallaðir út til að aðstoða við að draga bílinn upp úr Krossánni sem hefur farið illa með margan bílinn í gegnum árin.

Parið sakaði ekki en bíllinn er gjöreyðilagður. Viktor Einar Vilhelmsson skálavörður var meðal þeirra sem staddir voru við björgunaraðgerðir í Krossá og tók myndskeiðið sem sjá má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.