Innlent

Fjórir lögreglumenn sendir í Bása vegna hótana ferðamanns

Birgir Olgeirsson skrifar
Fjallið Útigönguhöfði en Básar eru fyrir neðan það.
Fjallið Útigönguhöfði en Básar eru fyrir neðan það. Vísir/Vilhelm

Fjórir lögreglumenn voru sendir í Bása í Goðalandi vegna ósættis ferðamanna aðfaranótt laugardags. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi en björgunarsveitarmenn af Suðurlandi voru fengnir til að flytja lögreglumennina fjóra upp í Bása þar sem jeppi lögreglunnar var í hálendiseftirliti. 

Lögreglunni barst tilkynning vegna hótana um ofbeldi sem settar voru fram vegna ósættis manna á milli. Ástæðan fyrir því að fjórir lögreglumenn voru sendir á vettvang var sú að tilkynningin hljómaði verr en raunin varð þegar komið var upp í Bása.

Engu að síður ákváðu lögreglumennirnir að handtaka ferðamann vegna málsins sem fór með lögreglumönnunum til byggða. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.