Innlent

Fjórir lögreglumenn sendir í Bása vegna hótana ferðamanns

Birgir Olgeirsson skrifar
Fjallið Útigönguhöfði en Básar eru fyrir neðan það.
Fjallið Útigönguhöfði en Básar eru fyrir neðan það. Vísir/Vilhelm
Fjórir lögreglumenn voru sendir í Bása í Goðalandi vegna ósættis ferðamanna aðfaranótt laugardags. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi en björgunarsveitarmenn af Suðurlandi voru fengnir til að flytja lögreglumennina fjóra upp í Bása þar sem jeppi lögreglunnar var í hálendiseftirliti. 

Lögreglunni barst tilkynning vegna hótana um ofbeldi sem settar voru fram vegna ósættis manna á milli. Ástæðan fyrir því að fjórir lögreglumenn voru sendir á vettvang var sú að tilkynningin hljómaði verr en raunin varð þegar komið var upp í Bása.

Engu að síður ákváðu lögreglumennirnir að handtaka ferðamann vegna málsins sem fór með lögreglumönnunum til byggða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×