Erlent

Sprenging í Vínarborg

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Nokkrar hæðir féllu saman en ljósmyndir af vettvangi hafa farið hátt á samfélagsmiðlum.
Nokkrar hæðir féllu saman en ljósmyndir af vettvangi hafa farið hátt á samfélagsmiðlum.

Fjórir slösuðust alvarlega þegar gassprenging, að öllum líkindum, varð í fimm hæða íbúðarhúsi í útjaðri Vínarborgar í Austurríki á fimmta tímanum í dag.

Nokkrar hæðir féllu saman en ljósmyndir af vettvangi hafa farið hátt á samfélagsmiðlum.

„Það var sem sprengju hafi verið varpað á húsið og hún síðan rifið gat,“ sagði talsmaður slökkviliðsins á vettvangi í samtali við fréttastofu Reuters.

Þrátt fyrir að búið sé að staðfesta að fjórir hafi slasast alvarlega segir talsmaður sjúkraflutninga í Vínarborg að ekki sé hægt að útiloka dauðsföll að svo stöddu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.