Mette Frederiksen mætti í Amalíenborgarhöll í Kaupmannahöfn í gær og fór á fund drottningar. Þar með varð hún forsætisráðherra Danmerkur en á þriðjudag var tilkynnt að Jafnaðarmannaflokkurinn myndi sitja í minnihlutastjórn með stuðningi Sósíalíska þjóðarflokksins, Einingarlistans og Radikale Venstre.
Hin nýja danska stjórn hefur birt átján blaðsíðna stjórnarsáttmála þar sem loftslagsmálin vega einna þyngst. Til dæmis er því heitið að útblástur gróðurhúsalofttegunda dragist saman um sjötíu prósent til ársins 2030. Þá hyggst Frederiksen-stjórnin einnig ætla að hætta að skera niður í menntamálum, að því er kom fram í frétt DR, danska ríkisútvarpsins.
DR hafði eftir Britt Bager, einum talsmanna Venstre, stærsta flokks hægriblokkarinnar, að þar á bæ ríkti óánægja með ýmislegt. Til að mynda það að afturkalla skyldi ýmsar skattalækkanir. Hins vegar væri samstarfsgrundvöllur í umhverfismálunum.
Fór á fund drottningar

Tengdar fréttir

Tekur við starfi þingforseta af Piu
Henrik Dam Kristensen verður kjörinn nýr forseti danska þingsins á morgun.

Mette Frederiksen fer fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn jafnaðarmanna
Mette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins, mun fara fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn Danmerkur.