Erlent

Tekur við starfi þingforseta af Piu

Atli Ísleifsson skrifar
Henrik Dam Kristensen tók fyrst sæti á danska þinginu árið 1990.
Henrik Dam Kristensen tók fyrst sæti á danska þinginu árið 1990. Getty
Henrik Dam Kristensen verður kjörinn nýr forseti danska þingsins á morgun. Þetta staðfestir Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, í samtali við danska fjölmiðla í morgun.

Hinn 62 ára Kristensen er þingmaður Jafnaðarmannaflokksins og mun hann taka við starfinu af Piu Kjærsgaard, þingmanni Danska þjóðarflokksins, hefur gegnt embættinu síðastliðin fjögur ár.

Frederiksen á nú í stjórnarmyndunarviðræðum við fulltrúa flokka á vinstri væng stjórnmálanna en hún vonast til að mynda eins flokks minnihlutastjórn með stuðningi þeirra. Hún segist vona að allir flokkar á danska þinginu muni greiða atkvæði með Henrid Dam Kristensen sem næsta þingforseta þegar þing kemur saman á morgun.

Kristensen hefur setið á danska þinginu á árunum 1990 til 2004 og svo frá 2007. Á árunum 2004 til 2006 sat hann á Evrópuþinginu. Hann hefur á ferli sínum gegnt embætti ráðherra atvinnumála, samgöngumála, félagsmála, matvæla, landbúnaðarmála, og sjávarútvegsmála.

Kosningar fóru fram í Danmörku 5. júní síðastliðinn þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur.


Tengdar fréttir

Mette Frederiksen komin með umboð til stjórnarmyndunar

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur veitt Mette Fredriksen, formanni jafnaðarmanna, stjórnarmyndunarumboð og fær hún því að reyna fyrir sér fyrst allra formanna. Þrátt fyrir öruggan meirihluta vinstriflokkanna eru snúnar stjórnarmyndunarviðræður framundan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×