Enski boltinn

Inter vill fá Lukaku á láni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Romelu Lukaku
Romelu Lukaku vísir/getty
Inter Milan virðist hafa gefist upp á því að kaupa belgíska framherjann Romelu Lukaku frá Manchester United og ætlar nú aðeins að fá hann til sín á láni.

Ítalska félagið er að undirbúa tilboð upp á 9 milljónir punda tveggja ára lánssamning samkvæmt frétt Sky. Þar segir að samningurinn innihaldi einnig klásúlu sem skuldbindur Inter til að kaupa Lukaku fyrir 54 milljónir punda til viðbótar að lánstíma loknum.

Nýr stjóri Inter, Antonio Conte, hefur áður reynt að fá Lukaku. Þegar hann var við stjórnina hjá Chelsea 2017 ætlaði hann að kaupa framherjann, en Lukaku kaus að fara til United í staðinn.

Hjá United hefur hann skorað 42 mörk í 96 leikjum.

Inter má sem stendur ekki fá til sín nýja leikmenn, en banni þeirra hjá UEFA verður létt 30. júní.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×