Enski boltinn

Umboðsmaður Fernandes fundaði með United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bruno Fernandes vann Þjóðadeild UEFA með Portúgal í byrjun sumars
Bruno Fernandes vann Þjóðadeild UEFA með Portúgal í byrjun sumars vísir/getty
Það hægist ekkert á innkaupastjórum Manchester United þrátt fyrir að hafa landað Aaron Wan-Bissaka í dag. United ætlar að gefa í í leitinni að liðsauka á miðjuna.

Wan-Bissaka er bakvörðurinn sem United vantaði að fá inn í ljósi þess að Antonio Valencia yfirgaf félagið í sumar. Nú þegar hann er kominn á Old Trafford geta Ole Gunnar Solskjær og félagar farið að einbeita sér að því að ná í miðjumann.

Bruno Fernandes hjá Sporting Lisbon er sagður á meðal efstu manna á óskalistanum samkvæmt frétt ESPN. Þá hefur Sean Longstaff hjá Newcastle einnig verið nokkuð ítrekað orðaður við United.

Samvkæmt ESPN hafa óformlegir fundir átt sér stað á milli umboðsmanns Fernandes og forráðamanna United í Lundúnum.

Fernandes hefur verið orðaður við Manchester City, Tottenham og Liverpool en þau eru öll sögð farin að horfa annað.



Fernandes skoraði 31 mark í 50 leikjum fyrir Sporting á síðasta tímabili en þessi 24 ára Portúgali er sagður kosta í kringum 65 milljónir punda.

Longstaff er ódýrari valkostur, metinn á um 25 milljónir punda, og er ungur og efnilegur leikmaður líkt og Wan-Bissaka og Daniel James. United hefur hins vegar ekki haft samband við Newcastle um kaup á Longstaff.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×