Enski boltinn

United að hafa betur gegn City í baráttunni um portúgalskan miðjumann?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno fagnar bikarmeistaratitlinum í Portúgal.
Bruno fagnar bikarmeistaratitlinum í Portúgal. vísir/getty
Manchester United og Manchester City berjast nú í sumarglugganum um miðjumanninn Bruno Fernandes sem er á mála hjá Sporting Lissabon.

Bruno er fæddur árið 1994 en hefur spilað fyrir Udinese, Sampdoria og Sporting á sínum ferli hingað til auk þess sem hann hefur spilað ellefu A-landsleiki.

Sporting á að hafa neitað fyrsta tilboði City í leikmanninn en 55 milljóna punda tilboð United auk bónusa á að hafa heillað forráðamenn Sporting.

Bruno verður í eldlínunni með Portúgal í kvöld er liðið mætir Sviss í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar en Sporting lenti í þriðja sæti portúgölsku deildarinnar. Að auki unnu þeir bikarinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×